„Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Valur Páll Eiríksson skrifar 16. janúar 2025 06:50 Tobias Schjolberg Grondahl svekktur eftir tap gærkvöldsins hjá þeim norsku. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Norðmenn töpuðu óvænt fyrsta leik á HM karla í handbolta fyrir liði Brasilíu í Bærum í útjaðri Oslóar í gærkvöld. Það er ekki á hverjum degi sem Evrópuþjóðir tapa fyrir liðum utan álfunnar. Fíaskóbyrjun segir í frétt TV2 í Noregi um leikinn og kallað eftir breytingum. Ekki að ástæðulausu. Þeir norsku eru strax komnir í strembna stöðu fyrir milliriðilinn með tapi í fyrsta leik en allar líkur eru á því að þeir brasilísku fylgi þeim þangað eftir þriggja marka sigur þeirra, 29-26, í gær. Portúgalar og Brasilíumenn leiða E-riðilinn en þeir portúgölsku unnu Bandaríkjamenn 30-21 áður en kom að brasilíska sigrinum. Þau lið mætast á morgun en Norðmenn mæta Bandaríkjunum. Tap Norðmanna er aðeins það fjórða í sögunni hjá evrópskri heimaþjóð fyrir liði utan Evrópu. Fyrst gerðist það hjá Frökkum sem töpuðu 22-13 fyrir Japönum í París 1970 en strákarnir okkar í íslenska landsliðinu voru aðrir í röðinni. Ísland tapaði 26-23 fyrir Suður-Kóreu í Laugardalshöll árið 1995 en Svíar eru einnig í þessum lítt eftirsótta hópi þar sem þeir töpuðu afar óvænt fyrir Argentínu 22-27 í Gautaborg 2011. Norðmenn bætast nú í hóp með Frakklandi, Íslandi og Svíþjóð. Strákarnir okkar hefja leik á HM í dag er þeir mæta Grænhöfðaeyjum í Zagreb klukkan 19:30. Liðinu verður fylgt vel eftir á Vísi í allan dag fram að og eftir leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM Bein útsending frá HR stofunni: Spálíkan kynnt og rætt við Patrek og Arnar HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Sjá meira
Fíaskóbyrjun segir í frétt TV2 í Noregi um leikinn og kallað eftir breytingum. Ekki að ástæðulausu. Þeir norsku eru strax komnir í strembna stöðu fyrir milliriðilinn með tapi í fyrsta leik en allar líkur eru á því að þeir brasilísku fylgi þeim þangað eftir þriggja marka sigur þeirra, 29-26, í gær. Portúgalar og Brasilíumenn leiða E-riðilinn en þeir portúgölsku unnu Bandaríkjamenn 30-21 áður en kom að brasilíska sigrinum. Þau lið mætast á morgun en Norðmenn mæta Bandaríkjunum. Tap Norðmanna er aðeins það fjórða í sögunni hjá evrópskri heimaþjóð fyrir liði utan Evrópu. Fyrst gerðist það hjá Frökkum sem töpuðu 22-13 fyrir Japönum í París 1970 en strákarnir okkar í íslenska landsliðinu voru aðrir í röðinni. Ísland tapaði 26-23 fyrir Suður-Kóreu í Laugardalshöll árið 1995 en Svíar eru einnig í þessum lítt eftirsótta hópi þar sem þeir töpuðu afar óvænt fyrir Argentínu 22-27 í Gautaborg 2011. Norðmenn bætast nú í hóp með Frakklandi, Íslandi og Svíþjóð. Strákarnir okkar hefja leik á HM í dag er þeir mæta Grænhöfðaeyjum í Zagreb klukkan 19:30. Liðinu verður fylgt vel eftir á Vísi í allan dag fram að og eftir leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM Bein útsending frá HR stofunni: Spálíkan kynnt og rætt við Patrek og Arnar HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Sjá meira