Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 12:31 Delcio Pina í baráttu við Elliða Snæ og Ómar Inga á HM fyrir tveimur árum. Elliði og Pina mætast aftur í Zagreb í kvöld en Ómar Ingi er því miður frá keppni vegna meiðsla. EPA/Tamas Kovacs Fyrstu mótherjar Íslands á HM í handbolta hafa litla reynslu af stórmótum og ættu ekki að reynast mikil hindrun. Í liði Grænhöfðaeyja finnast þó flottir leikmenn og einn þeirra skoraði ellefu mörk gegn Íslandi fyrir tveimur árum. Það yrði skemmtilegt krydd á leikinn fyrir Íslendinga í kvöld að sjá Gróttumanninn Hafstein Óla Berg Ramos Rocha spila fyrir Grænhöfðaeyjar. Hafsteinn er uppalinn hjá Fjölni líkt og til að mynda Sveinn Jóhannsson, línumaður Íslands. Í hópnum hjá Grænhöfðaeyjum er einnig annar leikmaður sem spilar á Íslandi, í næstefstu deild, því Admilson Furtado er hægri hornamaður Harðar á Ísafirði. Sá leikmaður sem strákarnir okkar þurfa kannski að hafa mestar gætur á er skyttan Délcio Pina, sem líkt og fleiri í liði Grænhöfðaeyja spilar í portúgölsku deildinni, með Madeira. Með öflugan mann á línunni Pina, sem er 32 ára, skoraði nefnilega ellefu mörk gegn Íslandi í Gautaborg fyrir tveimur árum, þegar Ísland vann þó öruggan 40-30 sigur. Fjögur marka Pina komu af vítalínunni en hann var langmarkahæstur í leiknum. Annar leikmaður sem er í aðalhlutverki er línumaðurinn Paulo Moreno, annar tveggja leikmanna Grænhöfðaeyja sem spilar í frönsku deildinni, en hann er leikmaður Chartres. Grænhöfðaeyjar eru á sínu þriðja heimsmeistaramóti í röð, eftir að hafa verið með í fyrsta sinn á „Covid-mótinu“ skrautlega í Egyptalandi. Leandro Semedo, fyrirliði Grænhöfðaeyja, segir á vef IHF að fyrsta mótið teljist varla með en nú ætli menn að njóta sín, eftir frammistöðuna fyrir tveimur árum þar sem liðið vann sinn fyrsta leik og endaði í 23. sæti. Ísland þykir þó mun sigurstranglegra í kvöld og vonir Grænhöfðaeyja um að komast áfram í milliriðla felast eflaust í því að hafa betur gegn Kúbu á mánudagskvöld. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hefja leik á HM í Zagreb í dag. Fulltrúar Vísis eru mættir á staðinn og hafa áhugaverða ferðasögu að segja. 16. janúar 2025 11:03 HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00 „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32 Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag. 16. janúar 2025 09:00 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Það yrði skemmtilegt krydd á leikinn fyrir Íslendinga í kvöld að sjá Gróttumanninn Hafstein Óla Berg Ramos Rocha spila fyrir Grænhöfðaeyjar. Hafsteinn er uppalinn hjá Fjölni líkt og til að mynda Sveinn Jóhannsson, línumaður Íslands. Í hópnum hjá Grænhöfðaeyjum er einnig annar leikmaður sem spilar á Íslandi, í næstefstu deild, því Admilson Furtado er hægri hornamaður Harðar á Ísafirði. Sá leikmaður sem strákarnir okkar þurfa kannski að hafa mestar gætur á er skyttan Délcio Pina, sem líkt og fleiri í liði Grænhöfðaeyja spilar í portúgölsku deildinni, með Madeira. Með öflugan mann á línunni Pina, sem er 32 ára, skoraði nefnilega ellefu mörk gegn Íslandi í Gautaborg fyrir tveimur árum, þegar Ísland vann þó öruggan 40-30 sigur. Fjögur marka Pina komu af vítalínunni en hann var langmarkahæstur í leiknum. Annar leikmaður sem er í aðalhlutverki er línumaðurinn Paulo Moreno, annar tveggja leikmanna Grænhöfðaeyja sem spilar í frönsku deildinni, en hann er leikmaður Chartres. Grænhöfðaeyjar eru á sínu þriðja heimsmeistaramóti í röð, eftir að hafa verið með í fyrsta sinn á „Covid-mótinu“ skrautlega í Egyptalandi. Leandro Semedo, fyrirliði Grænhöfðaeyja, segir á vef IHF að fyrsta mótið teljist varla með en nú ætli menn að njóta sín, eftir frammistöðuna fyrir tveimur árum þar sem liðið vann sinn fyrsta leik og endaði í 23. sæti. Ísland þykir þó mun sigurstranglegra í kvöld og vonir Grænhöfðaeyja um að komast áfram í milliriðla felast eflaust í því að hafa betur gegn Kúbu á mánudagskvöld.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hefja leik á HM í Zagreb í dag. Fulltrúar Vísis eru mættir á staðinn og hafa áhugaverða ferðasögu að segja. 16. janúar 2025 11:03 HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00 „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32 Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag. 16. janúar 2025 09:00 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hefja leik á HM í Zagreb í dag. Fulltrúar Vísis eru mættir á staðinn og hafa áhugaverða ferðasögu að segja. 16. janúar 2025 11:03
HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00
„Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32
Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag. 16. janúar 2025 09:00
Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00
Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02