Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2025 14:03 Sigurður Kári segir viðskiptahætti ríkisins þegar kemur að flugmiðakaupum óeðlilega. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Forsvarsmenn flugfélagsins Play hafa til alvarlegrar skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Hann telur einsýnt að ríkisstjórnin taki sparnaðartillögur félagsins til greina. Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Play, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem hann vekur athygli á því að þegar Íslendingar kaupi sér flugmiða séu þeir í um 35 til 40 prósent tilfella keyptir af Play. Þegar komi að kaupum á flugmiðum á grundvelli rammasamnings við ríkið frá árunum 2023 og 2024 sé hlutfall miða sem keyptir eru hjá Play aðeins 1,4 prósent. Líkt og greint hefur verið frá lagði Play það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið yrði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana í störfum sínum. Þar að auki var lagt til að ríkið hætti að láta starfsmenn sína njóta vildarpunkta hjá Icelandair, fyrir ferðir sem greiddar væru af hinu opinbera, þar sem slíkt kerfi skapaði hvata hjá ríkisstarfsmönnum til að versla við Icelandair, jafnvel þótt ódýrari kostir væru í boði. Útiloka ekki að leita til SKE „Það sem ég er að vekja athygli á eru viðskiptahættir af hálfu ríkisins og ríkisstofnana, sem ég tel, og félagið telur, að séu vægast sagt óeðlilegir. Þeir séu til þess fallnir að raska samkeppni. Það sem verið er að óska eftir er að ríkið gæti jafnræðis í sínum innkaupum á flugmiðum, gagnvart öllum þeim sem starfa á þessum samkeppnismarkaði,“ segir Sigurður Kári í samtali við Vísi. Þar sem forsvarsmenn félagsins telji að um óeðlilega viðskiptahætti sér að ræða hljóti þeir að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að leita til eftirlitsstofnana á vegum ríkisins. „Til þess að fá hlut okkar og annarra sem starfa á þessum markaði réttan. Þá kemur auðvitað til greina að leita til Samkeppniseftirlitsins, og ég útiloka ekki að það verði gert. Það er til alvarlegar skoðunar innan félagsins.“ Sigurður Kári er stjórnarformaður Play.Vísir/Sigurjón Sigurður Kári segist þá velta því fyrir sér hvers vegna Samkeppniseftirlitið, og eftir atvikum skattayfirvöld, hafi ekki þegar gripið til aðgerða vegna viðskiptanna. „Eins og ég bendi á í greininni er fyrir löngu búið að setja um þetta reglur, eins og þessar ríkisstyrkjareglur sem gilda á öllu EES-svæðinu, reglur um opinber innkaup og samkeppnislög. Mér finnst blasa við að þessir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við þessar reglur sem ríkið hefur sjálft sett, og krefst harkalega að aðilar sem standi í viðskiptum fari eftir.“ Þægindin við punktana kunni að skýra tregðuna Sigurður Kári vísar meðal annars til viðtals við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, sem hafi áður vakið athygli á málinu við stjórnmálafólk og embættismenn. Þær tilraunir hafi ekki skilað árangri. „Hann veltir því fyrir sér hvers vegna það er. Kannski er það bara mjög þægilegt og eftirsóknarvert fyrir ríkisstarfsmenn að njóta þessara vildarkjara sem felast í þessu vildarpunktakerfi og það skýri tregðuna gagnvart því hvers vegna ekkert er gert. „Ástæðan fyrir því að þetta kviknar núna eru þessi sparnaðarráð sem ríkisstjórnin er að leita eftir og við lögðum þar til tvær tillögur. Annars vegar að ríkið hagaði sínum innkaupum þannig að það keypti alltaf ódýrasta flugmiðann, og hins vegar að þetta vildarpunktakerfi yrði lagt niður í þeim skilningi að starfsmenn fengju þessa umbun sem í þeim felst, skattfrjálst, og að ríkið nýti sér þá frekar til þess að minnka þessa hvata,“ segir Sigurður Kári. Stofnanir neiti að virkja rammasamning Í grein sinni fjallar Sigurður Kári einnig um rammasamning ríkisins sem Play sé aðili að, en fáist ekki virkjaður hjá sumum ríkisstofnunum, til að mynda Sjúkratryggingum Íslands. Hann bendir á að hjá Icelandair starfi sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem sjúklingum sé bent á að hafa samband við á vefsvæði stofnunarinnar, þegar þeir þurfa að kaupa flugmiða vegna veikinda sinna. Sigurður Kári segir að óskað verði eftir svörum við því hvers vegna samningurinn fáist ekki virkjaður. „Ríkið gerir rammasamning um sín innkaup, þar á meðal við Play, en mjög lítill hluti ríkisstofnana sem falla undir samninginn hafa virkjað hann. Það er að mínu mati mjög einkennilegt og mjög óeðlilegt. Það getur ekki verið að ríkisstofnanir sem falla undir þennan samning hafi eitthvað sjálfdæmi um það hvort hann er virkjaður eða ekki.“ Ráðuneytin sem beri ábyrgð á umræddum innkaupum, sem og stofnanirnar sem eiga í hlut, hljóti að þurfa að svara fyrir það. Einkennilegur samanburður Sigurður Kári segir Play ekki gera kröfu um að ríkið hætti viðskiptum við Icelandair og snúi sér alfarið að Play. „Einhverjir gætu tekið því þannig, en það er ekki að verið að óska eftir því. Við erum bara að gera kröfu um það að þeir sem starfa á þessum samkeppnismarkaði njóti jafnræðis og að við sem tökum þátt í þeirri samkeppni eigum sömu möguleika og þeir sem við erum að keppa við, þar á meðal Icelandair, til þess að eiga í viðskiptum við ríkið.“ Hann segir samanburð á flugmiðakaupum almennings og flugmiðakaupum hins opinbera draga upp afar einkennilega mynd. „Þegar Íslendingur sest niður fyrir framan tölvuna og er að kaupa sér flugmiða velur hann í 35 til 40 prósent tilvika, samkvæmt þeim tölum sem við höfum, að fljúga með Play. Það er væntanlega vegna þess að það er hagstæðast. Þegar sami Íslendingur sest niður sem ríkisstarfsmaður og kaupir flugmiða, þá er hlutfallið um það bil 1,4 til 2 prósent. Það er eitthvað bogið við þetta.“ Ríkisstjórnin hljóti að hlusta Líkt og áður sagði hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur snúið sér til almennings í leit að ráðum til að létta á rekstri hins opinbera. Ætla má að því betri sem tillaga sé, því líklegra sé að hún verði tekin til greina og jafnvel hrint í framkvæmd. Sigurður Kári gerir fastlega ráð fyrir því að tillögurnar verði íhugaðar vandlega. „Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með því að leita eftir þessum sparnaðartillögum og vill raunverulega ná fram hagræðingu í ríkisrekstri þá er þetta tilvalin leið til þess að ná henni fram.“ Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Icelandair Sjúkratryggingar Rekstur hins opinbera Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Play, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem hann vekur athygli á því að þegar Íslendingar kaupi sér flugmiða séu þeir í um 35 til 40 prósent tilfella keyptir af Play. Þegar komi að kaupum á flugmiðum á grundvelli rammasamnings við ríkið frá árunum 2023 og 2024 sé hlutfall miða sem keyptir eru hjá Play aðeins 1,4 prósent. Líkt og greint hefur verið frá lagði Play það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið yrði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana í störfum sínum. Þar að auki var lagt til að ríkið hætti að láta starfsmenn sína njóta vildarpunkta hjá Icelandair, fyrir ferðir sem greiddar væru af hinu opinbera, þar sem slíkt kerfi skapaði hvata hjá ríkisstarfsmönnum til að versla við Icelandair, jafnvel þótt ódýrari kostir væru í boði. Útiloka ekki að leita til SKE „Það sem ég er að vekja athygli á eru viðskiptahættir af hálfu ríkisins og ríkisstofnana, sem ég tel, og félagið telur, að séu vægast sagt óeðlilegir. Þeir séu til þess fallnir að raska samkeppni. Það sem verið er að óska eftir er að ríkið gæti jafnræðis í sínum innkaupum á flugmiðum, gagnvart öllum þeim sem starfa á þessum samkeppnismarkaði,“ segir Sigurður Kári í samtali við Vísi. Þar sem forsvarsmenn félagsins telji að um óeðlilega viðskiptahætti sér að ræða hljóti þeir að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að leita til eftirlitsstofnana á vegum ríkisins. „Til þess að fá hlut okkar og annarra sem starfa á þessum markaði réttan. Þá kemur auðvitað til greina að leita til Samkeppniseftirlitsins, og ég útiloka ekki að það verði gert. Það er til alvarlegar skoðunar innan félagsins.“ Sigurður Kári er stjórnarformaður Play.Vísir/Sigurjón Sigurður Kári segist þá velta því fyrir sér hvers vegna Samkeppniseftirlitið, og eftir atvikum skattayfirvöld, hafi ekki þegar gripið til aðgerða vegna viðskiptanna. „Eins og ég bendi á í greininni er fyrir löngu búið að setja um þetta reglur, eins og þessar ríkisstyrkjareglur sem gilda á öllu EES-svæðinu, reglur um opinber innkaup og samkeppnislög. Mér finnst blasa við að þessir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við þessar reglur sem ríkið hefur sjálft sett, og krefst harkalega að aðilar sem standi í viðskiptum fari eftir.“ Þægindin við punktana kunni að skýra tregðuna Sigurður Kári vísar meðal annars til viðtals við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, sem hafi áður vakið athygli á málinu við stjórnmálafólk og embættismenn. Þær tilraunir hafi ekki skilað árangri. „Hann veltir því fyrir sér hvers vegna það er. Kannski er það bara mjög þægilegt og eftirsóknarvert fyrir ríkisstarfsmenn að njóta þessara vildarkjara sem felast í þessu vildarpunktakerfi og það skýri tregðuna gagnvart því hvers vegna ekkert er gert. „Ástæðan fyrir því að þetta kviknar núna eru þessi sparnaðarráð sem ríkisstjórnin er að leita eftir og við lögðum þar til tvær tillögur. Annars vegar að ríkið hagaði sínum innkaupum þannig að það keypti alltaf ódýrasta flugmiðann, og hins vegar að þetta vildarpunktakerfi yrði lagt niður í þeim skilningi að starfsmenn fengju þessa umbun sem í þeim felst, skattfrjálst, og að ríkið nýti sér þá frekar til þess að minnka þessa hvata,“ segir Sigurður Kári. Stofnanir neiti að virkja rammasamning Í grein sinni fjallar Sigurður Kári einnig um rammasamning ríkisins sem Play sé aðili að, en fáist ekki virkjaður hjá sumum ríkisstofnunum, til að mynda Sjúkratryggingum Íslands. Hann bendir á að hjá Icelandair starfi sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem sjúklingum sé bent á að hafa samband við á vefsvæði stofnunarinnar, þegar þeir þurfa að kaupa flugmiða vegna veikinda sinna. Sigurður Kári segir að óskað verði eftir svörum við því hvers vegna samningurinn fáist ekki virkjaður. „Ríkið gerir rammasamning um sín innkaup, þar á meðal við Play, en mjög lítill hluti ríkisstofnana sem falla undir samninginn hafa virkjað hann. Það er að mínu mati mjög einkennilegt og mjög óeðlilegt. Það getur ekki verið að ríkisstofnanir sem falla undir þennan samning hafi eitthvað sjálfdæmi um það hvort hann er virkjaður eða ekki.“ Ráðuneytin sem beri ábyrgð á umræddum innkaupum, sem og stofnanirnar sem eiga í hlut, hljóti að þurfa að svara fyrir það. Einkennilegur samanburður Sigurður Kári segir Play ekki gera kröfu um að ríkið hætti viðskiptum við Icelandair og snúi sér alfarið að Play. „Einhverjir gætu tekið því þannig, en það er ekki að verið að óska eftir því. Við erum bara að gera kröfu um það að þeir sem starfa á þessum samkeppnismarkaði njóti jafnræðis og að við sem tökum þátt í þeirri samkeppni eigum sömu möguleika og þeir sem við erum að keppa við, þar á meðal Icelandair, til þess að eiga í viðskiptum við ríkið.“ Hann segir samanburð á flugmiðakaupum almennings og flugmiðakaupum hins opinbera draga upp afar einkennilega mynd. „Þegar Íslendingur sest niður fyrir framan tölvuna og er að kaupa sér flugmiða velur hann í 35 til 40 prósent tilvika, samkvæmt þeim tölum sem við höfum, að fljúga með Play. Það er væntanlega vegna þess að það er hagstæðast. Þegar sami Íslendingur sest niður sem ríkisstarfsmaður og kaupir flugmiða, þá er hlutfallið um það bil 1,4 til 2 prósent. Það er eitthvað bogið við þetta.“ Ríkisstjórnin hljóti að hlusta Líkt og áður sagði hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur snúið sér til almennings í leit að ráðum til að létta á rekstri hins opinbera. Ætla má að því betri sem tillaga sé, því líklegra sé að hún verði tekin til greina og jafnvel hrint í framkvæmd. Sigurður Kári gerir fastlega ráð fyrir því að tillögurnar verði íhugaðar vandlega. „Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með því að leita eftir þessum sparnaðartillögum og vill raunverulega ná fram hagræðingu í ríkisrekstri þá er þetta tilvalin leið til þess að ná henni fram.“
Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Icelandair Sjúkratryggingar Rekstur hins opinbera Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira