„Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. janúar 2025 22:49 Evans Ganapamo var frábær í kvöld S2 Sport Njarðvík tók á móti Keflavík í IceMar-höllinni í Njarðvík í kvöld þegar fjórtánda umferð Bónus deild karla fór fram. Það má alltaf gera ráð fyrir hörku leikjum þegar þessi lið mætast og leikurinn í kvöld var það enginn undantekning. Njarðvíkingar höfðu betur í miklum baráttuleik 107-98. „Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var sjóðheitur í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo. Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
„Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var sjóðheitur í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo.
Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins