Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2025 09:01 Eins og sjá má voru mörg laus sæti í Unity Arena í Bærum. epa/Beate Oma Dahle Afar tómlegt var um að lítast í stúkunni í Unity Arena í Bærum í Noregi þegar Svíar unnu Japani, 39-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta. Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira