„Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. janúar 2025 10:03 Bjarni Gaukur Sigurðsson framkvæmdastóri Blikk, segir það vissa áskorun að fylgja ekki eftir óskrifuðum reglum samfélagsins. Til dæmis drekkur hann ekki kaffi og þarf iðulega að útskýra fyrir fólki hvers vegna ekki. Þá er hann ekki heldur þessi morgunhressa týpa. Vísir/RAX Bjarni Gaukur Sigurðsson framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Blikk er greinilega ólíkindartól sem fer sínar eigin leiðir. Því Bjarni segir að ef hann væri ofurhetja í teiknimynd, væri hann án efa Svarta kvikindið. Bjarni segir það ákveðna áskorun að fylgja ekki eftir óskrifuðum reglum samfélagsins. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa svo ég er svolítið lengi af stað á morgnana. Ég stilli vekjaraklukkuna yfirleitt á 7.30 en er sjaldnast kominn til fullrar meðvitundar fyrr en klukkan 8. Það getur verið áskorun að fylgja ekki óskrifuðum reglum samfélagsins um að vera morgunferskur en ég hef leynt og ljóst reynt að afstýra því að ég þurfi reglulega að mæta á fundi klukkan 9 morgnana. Ég er svo heppinn að eiga skilningsríka konu sem gefur mér þetta rými sem er ekki sjálfsagt. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Önnur óskrifuð regla samfélagsins sem ég fylgi ekki er að drekka kaffi. Mér finnst kaffi einfaldlega vont og þarf iðulega að útskýra það fyrir öðrum. Ég fæ mér frekar appelsínudjús á meðan ég renni yfir fréttir á öllum helstu miðlum. Ég svara gjarnan tölvupóstum sem bíða mín yfir djúsglasinu og leg drög að deginum sem býður mín áður en ég dembi mér út í hann.“ Ef þú værir ofurhetja í teiknimynd eða bók, hver værir þú þá? „Ég væri Svarta kvikindið. Það er ólíkindatól sem fer sínar eigin leiðir og gerir reglulega mistök þrátt fyrir góðan ásetning. Leiðin að afrekum er ætíð vörðuð mistökum og því ætti engin að óttast þau svo lengi sem viðkomandi lærir af þeim og hefur miskunn samfélagsins til þess að leika sér fallega með hugmyndir eins og Oscar Wilde orðaði það. Það má segja að miskunn sé hornsteinn Mengis sem ég stofnaði ásamt konunni minni Betu, Skúla Sverrissyni og Ólöfu Arnalds sem hefur um árabil verið lögheimil og varnarþing skapandi lista. Þar er listafólk á öllum aldri upp á á náð og miskunn áheyrenda komið í leið sinni að því að fullkomna sín verk. Einhver lýsti því sem kvikuhólfi og súrefniskassa. Það á vel við.“ Bjarni vinnur með gátlista í vinnunni til að vera viss um að honum takist að klára brýn verkefni. Því vinnudagarnir hans séu svo oft þannig að verið er að bregðast við einhverjum málum sem upp koma og því sé erfitt að skipuleggja daginn í þaula. Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í gegnum tíðina þá hef ég stundað það að kjósa sjálfan mig til ákveðinna hlutverka. Eins og hver annar kosinn fulltrúi þarf ég svo að reglulega að ákveða hvort ég vilji endurnýja umboð mitt hjá kjósanda mínum; mér sjálfum. Þessa dagana er verkefnið sem á hug minn og sál greiðsluþjónusta sem heitir Blikk. Blikk byggir alfarið á millifærslum þar sem fjármagnið færist beint af bankareikning kaupanda á bankareikning seljanda sem hluti af afgreiðsluferlinu. Við búum í dag við greiðslumiðlun sem er byggð á áratugagömlum forsendum og inniheldur fjölmarga milliliði sem skilar sér í óhóflegum kostnaði, skorti á öryggi og meiri umhverfissóun en nauðsynleg er. Mér finnst þetta afskaplega skemmtilegt viðfangsefni því þarna mætast tæknilegar, lagalegar, pólitískar og markaðslegar áskoranir. Það er því að ýmsu að huga til þess að Blikk nái þeirri fótfestu sem það á svo sannarlega skilið enda um stórt samfélagslegt mál að ræða.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hugsa bæði langt og stutt. Ég reyni að sjá fyrir mér einfalda mynd af langtíma markmiði sem ég búta svo upp í minni einingar sem eru viðráðanlegar og vinn það með teyminu mínu. Í þróun á hugbúnaði er mikilvægt að stóra markmiðið sé nokkurs konar rauður þráður en á sama tíma er algjör sóun að velta of mikið fyrir sér smáatriðum sem hugsanlega verður þörf á síðar meir. Snemma á mínum ferli þá þróuðust hlutir þannig að mitt hlutverk er hugmyndasmíðin og síðan að vera til staðar fyrir samstarfsfólk, viðskiptavini og aðra sem hafa hagsmuni af þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér. Það getur því stundum verið erfitt að skipuleggja hvern dag í þaula þar sem maður þarf gjarna að bregðast við hlutum sem voru ekki endilega efstir á blaði í upphafi dags. En ég reyni á móti að vinna með gátlista til að vera viss um að mér takist að klára brýn verkefni mál sem á mitt borð koma.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það helst í hendur að vera hvorki morgunhani né kvöldsvæfur. Ég spila ennþá fótbolta sem er mín hugleiðsla og geri það yfirleitt tvö kvöld í viku með góðum vinum. Þegar líður á kvöldin þá hef ég minn prívattíma sem ég nýti til þess að hlusta á tónlist, lesa um alls konar hluti og þar fram eftir götum. Þetta er einhvers konar ómeðvituð upplýsingaöflun sem sumir myndu segja gagnslausar upplýsingar en smátt og smátt verður til einhver heildarmynd. Ég hef til dæmis leikið mér við að skrifa pistla þar sem fléttast saman ólíklegustu hlutir á rökréttan máta. Ég lít á það sem einhvers konar samfélagslega vitund og ég hef á mínum ferli verið heppinn að fá tækifæri til þess að starfa í mörgum ólíkum menningarheimum þar sem slík vitund verður furðu gagnleg. Ég tel mig góðan ef ég sofna fyrir miðnætti en yfirleitt er það nær eitt á nóttunni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku. 11. janúar 2025 10:03 „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann. 14. desember 2024 10:02 Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni. 21. desember 2024 10:03 Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna. 7. desember 2024 10:03 „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. 30. nóvember 2024 10:02 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa svo ég er svolítið lengi af stað á morgnana. Ég stilli vekjaraklukkuna yfirleitt á 7.30 en er sjaldnast kominn til fullrar meðvitundar fyrr en klukkan 8. Það getur verið áskorun að fylgja ekki óskrifuðum reglum samfélagsins um að vera morgunferskur en ég hef leynt og ljóst reynt að afstýra því að ég þurfi reglulega að mæta á fundi klukkan 9 morgnana. Ég er svo heppinn að eiga skilningsríka konu sem gefur mér þetta rými sem er ekki sjálfsagt. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Önnur óskrifuð regla samfélagsins sem ég fylgi ekki er að drekka kaffi. Mér finnst kaffi einfaldlega vont og þarf iðulega að útskýra það fyrir öðrum. Ég fæ mér frekar appelsínudjús á meðan ég renni yfir fréttir á öllum helstu miðlum. Ég svara gjarnan tölvupóstum sem bíða mín yfir djúsglasinu og leg drög að deginum sem býður mín áður en ég dembi mér út í hann.“ Ef þú værir ofurhetja í teiknimynd eða bók, hver værir þú þá? „Ég væri Svarta kvikindið. Það er ólíkindatól sem fer sínar eigin leiðir og gerir reglulega mistök þrátt fyrir góðan ásetning. Leiðin að afrekum er ætíð vörðuð mistökum og því ætti engin að óttast þau svo lengi sem viðkomandi lærir af þeim og hefur miskunn samfélagsins til þess að leika sér fallega með hugmyndir eins og Oscar Wilde orðaði það. Það má segja að miskunn sé hornsteinn Mengis sem ég stofnaði ásamt konunni minni Betu, Skúla Sverrissyni og Ólöfu Arnalds sem hefur um árabil verið lögheimil og varnarþing skapandi lista. Þar er listafólk á öllum aldri upp á á náð og miskunn áheyrenda komið í leið sinni að því að fullkomna sín verk. Einhver lýsti því sem kvikuhólfi og súrefniskassa. Það á vel við.“ Bjarni vinnur með gátlista í vinnunni til að vera viss um að honum takist að klára brýn verkefni. Því vinnudagarnir hans séu svo oft þannig að verið er að bregðast við einhverjum málum sem upp koma og því sé erfitt að skipuleggja daginn í þaula. Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í gegnum tíðina þá hef ég stundað það að kjósa sjálfan mig til ákveðinna hlutverka. Eins og hver annar kosinn fulltrúi þarf ég svo að reglulega að ákveða hvort ég vilji endurnýja umboð mitt hjá kjósanda mínum; mér sjálfum. Þessa dagana er verkefnið sem á hug minn og sál greiðsluþjónusta sem heitir Blikk. Blikk byggir alfarið á millifærslum þar sem fjármagnið færist beint af bankareikning kaupanda á bankareikning seljanda sem hluti af afgreiðsluferlinu. Við búum í dag við greiðslumiðlun sem er byggð á áratugagömlum forsendum og inniheldur fjölmarga milliliði sem skilar sér í óhóflegum kostnaði, skorti á öryggi og meiri umhverfissóun en nauðsynleg er. Mér finnst þetta afskaplega skemmtilegt viðfangsefni því þarna mætast tæknilegar, lagalegar, pólitískar og markaðslegar áskoranir. Það er því að ýmsu að huga til þess að Blikk nái þeirri fótfestu sem það á svo sannarlega skilið enda um stórt samfélagslegt mál að ræða.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hugsa bæði langt og stutt. Ég reyni að sjá fyrir mér einfalda mynd af langtíma markmiði sem ég búta svo upp í minni einingar sem eru viðráðanlegar og vinn það með teyminu mínu. Í þróun á hugbúnaði er mikilvægt að stóra markmiðið sé nokkurs konar rauður þráður en á sama tíma er algjör sóun að velta of mikið fyrir sér smáatriðum sem hugsanlega verður þörf á síðar meir. Snemma á mínum ferli þá þróuðust hlutir þannig að mitt hlutverk er hugmyndasmíðin og síðan að vera til staðar fyrir samstarfsfólk, viðskiptavini og aðra sem hafa hagsmuni af þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér. Það getur því stundum verið erfitt að skipuleggja hvern dag í þaula þar sem maður þarf gjarna að bregðast við hlutum sem voru ekki endilega efstir á blaði í upphafi dags. En ég reyni á móti að vinna með gátlista til að vera viss um að mér takist að klára brýn verkefni mál sem á mitt borð koma.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það helst í hendur að vera hvorki morgunhani né kvöldsvæfur. Ég spila ennþá fótbolta sem er mín hugleiðsla og geri það yfirleitt tvö kvöld í viku með góðum vinum. Þegar líður á kvöldin þá hef ég minn prívattíma sem ég nýti til þess að hlusta á tónlist, lesa um alls konar hluti og þar fram eftir götum. Þetta er einhvers konar ómeðvituð upplýsingaöflun sem sumir myndu segja gagnslausar upplýsingar en smátt og smátt verður til einhver heildarmynd. Ég hef til dæmis leikið mér við að skrifa pistla þar sem fléttast saman ólíklegustu hlutir á rökréttan máta. Ég lít á það sem einhvers konar samfélagslega vitund og ég hef á mínum ferli verið heppinn að fá tækifæri til þess að starfa í mörgum ólíkum menningarheimum þar sem slík vitund verður furðu gagnleg. Ég tel mig góðan ef ég sofna fyrir miðnætti en yfirleitt er það nær eitt á nóttunni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku. 11. janúar 2025 10:03 „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann. 14. desember 2024 10:02 Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni. 21. desember 2024 10:03 Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna. 7. desember 2024 10:03 „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. 30. nóvember 2024 10:02 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku. 11. janúar 2025 10:03
„Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann. 14. desember 2024 10:02
Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni. 21. desember 2024 10:03
Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna. 7. desember 2024 10:03
„Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. 30. nóvember 2024 10:02