Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2025 10:10 Fáni Íran með Tehran í bakgrunni. Getty Tveir Hæstaréttardómarar voru skotnir til bana og sá þriðji særður í banatilræði í eða við byggingu Hæstaréttar í Tehran í Íran í morgun. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir árásina. Dómararnir sem dóu hétu Ali Razini og Mohammad Moqiseh. Þriðji dómarinn og einn öryggisvörður særðust í árásinni. Báðir munu hafa verið fluttir á sjúkrahús. Svo virðist sem dómararnir hafi verið skotnir til bana fyrir utan dómshúsið en einnig hefur því verið haldið fram að árásin hafi verið gerð á skrifstofum þeirra. Fréttaveitan IRNA, sem rekin er af klerkastjórn Íran, segir að árásarmaðurinn sé ekki talinn tengjast neinu máli sem er á borði Hæstaréttar um þetta leyti. Eins og áður segir svipti árásarmaðurinn sig lífi en það er hann sagður hafa gert þegar reynt var að handtaka hann. Ekki liggur fyrir hver árásarmaðurinn er eða hvert tilefni árásarinnar var. Hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. IRNA vitnar í yfirlýsingu frá Hæstarétti Íran um að dómararnir sem dóu hafi átt sér langa sögu í að berjast gegn glæpum sem ógna þjóðaröryggi, njósnum og hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Íran tóku rúmlega níu hundruð manns af lífi í fyrra, samkvæmt Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Dauðadómar þar í landi eru staðfestir af Hæstarétti. Moqiseh hafði verið beittur refsiaðgerðum af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna dóma hans yfir blaðamönnum og notendum internetsins. Razini sat á árum áður í sérstöku ráði sem samþykkti aftökur þúsunda pólitískra fanga í Íran. Þetta fólk var tekið af lífi í fjölmörgum borgum landsins yfir fimm mánaða tímabili árið 1988. Razini lifði af banatilræði árið 1998 þegar sprengju var komið fyrir við bíl hans. Íran Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Dómararnir sem dóu hétu Ali Razini og Mohammad Moqiseh. Þriðji dómarinn og einn öryggisvörður særðust í árásinni. Báðir munu hafa verið fluttir á sjúkrahús. Svo virðist sem dómararnir hafi verið skotnir til bana fyrir utan dómshúsið en einnig hefur því verið haldið fram að árásin hafi verið gerð á skrifstofum þeirra. Fréttaveitan IRNA, sem rekin er af klerkastjórn Íran, segir að árásarmaðurinn sé ekki talinn tengjast neinu máli sem er á borði Hæstaréttar um þetta leyti. Eins og áður segir svipti árásarmaðurinn sig lífi en það er hann sagður hafa gert þegar reynt var að handtaka hann. Ekki liggur fyrir hver árásarmaðurinn er eða hvert tilefni árásarinnar var. Hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. IRNA vitnar í yfirlýsingu frá Hæstarétti Íran um að dómararnir sem dóu hafi átt sér langa sögu í að berjast gegn glæpum sem ógna þjóðaröryggi, njósnum og hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Íran tóku rúmlega níu hundruð manns af lífi í fyrra, samkvæmt Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Dauðadómar þar í landi eru staðfestir af Hæstarétti. Moqiseh hafði verið beittur refsiaðgerðum af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna dóma hans yfir blaðamönnum og notendum internetsins. Razini sat á árum áður í sérstöku ráði sem samþykkti aftökur þúsunda pólitískra fanga í Íran. Þetta fólk var tekið af lífi í fjölmörgum borgum landsins yfir fimm mánaða tímabili árið 1988. Razini lifði af banatilræði árið 1998 þegar sprengju var komið fyrir við bíl hans.
Íran Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira