Handbolti

„Núna byrjar al­varan“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson. Vísir/Vilhelm

Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til.

Ísland vann tvo stórsigra á Grænhöfðaeyjum og Kúbu í fyrstu tveimur leikjum mótsins og þurftu ekki að fara mikið hærra en í þriðja gír til að sigla þeim úrslitum í höfn. Slóvenía hefur einnig unnið örugga sigra á liðunum tveimur og liðin raunar með sömu markatölu eftir sigrana tvo.

Viktor segir frábrugðið að spila svona leiki, miðað við það sem menn eru vanir.

„Hún er öðruvísi, klárlega sko. Þetta var aðeins léttara í gær því það voru komnir fleiri Íslendingar upp í pallinn og aðeins meiri stemmari. Þá er einfaldara að halda dampi allan leikinn, að fá áhorfendur með sér og svona,“ segir Viktor Gísli.

Nú sé mótið að hefjast fyrir alvöru.

„Það má segja það. Maður getur hugsað um þetta sem fyrsta leik í milliriðli. Núna byrjar alvaran,“ segir Viktor Gísli og bætir við:

„Þetta er það sem maður æfir á hverjum degi fyrir. Maður hlakkar til að fá stuðningsinn frá öllum Íslendingum sem eru að mæta.“

Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum.


Tengdar fréttir

Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb

Strákarnir okkar tóku vel á því á æfingu í íþróttahöll liðsins Tresnjevska hér í borg. Þeir búa sig undir fyrstu alvöru prófraun mótsins. Slóvenar bíða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×