Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 09:59 Menn voru misglaðir í höllinni í Zagreb í gærkvöld. Uppselt var á leikinn og fögnuðu Króatar vel á meðan að íslenskir stuðningsmenn urðu fyrir miklum vonbrigðum. VÍSIR/VILHELM Stemningin og meðbyrinn sem var með íslenska landsliðinu á HM í handbolta hvarf snarlega með tapinu gegn Króatíu í gærkvöld. Fólk sem ætlaði að fljúga til Zagreb á 8-liða og jafnvel undanúrslitaleik hjá Íslandi heldur núna í veika von. Bjarni Fritzson er þeirra á meðal eins og fram kom í nýjasta hlaðvarpsþætti Besta sætisins sem finna má á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum. Ísland steinlá gegn Króatíu og þarf nú að vinna Argentínu á morgun og treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu, til að komast í 8-liða úrslitin, þrátt fyrir aðeins eitt tap á mótinu. „Við vorum algjörlega slegnir niður. Bara búmm. Ég var búinn að bóka mig á Icelandair-póstlistann fyrir 8-liða úrslita flugið. Það flug verður ekki bókað alveg strax,“ sagði Bjarni og bætti við: „Svona var stemningin hjá mér. Við vorum bara rotaðir frá fyrstu mínútu. Þetta er hrikalega súrt.“ Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að fyrsta korter leiksins hafi ráðið úrslitum. Króatar hafi fengið meðbyr og þá sé afskaplega erfitt að eiga við þá: „Liðið náði augljóslega ekki að sýna neitt af því sem það hafði sýnt í síðustu tveimur leikjum. Ef við horfum til baka núna þá er það þetta fyrsta korter sem verður okkur að falli. Þeir mæta ógeðslega peppaðir, stemning og full höll, og það gekk allt upp. Við sáum skot af tólf metrum, þeir stálu sendingum, þeirra markvörður var að verja, og svo var staðan bara orðin 11-5. Ef það er eitthvað vont þá er það að fá Króata í meðbyr í fangið. Við lentum í því og náðum aldrei að jafna okkur. Það var of margt sem að hrundi á sama tíma. Engin vörn, engin markvarsla, og svona fimm tæknifeilar á fyrsta korterinu,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Þáttinn má eins og fyrr segir finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Landslið karla í handbolta Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. 25. janúar 2025 09:34 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:55 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Bjarni Fritzson er þeirra á meðal eins og fram kom í nýjasta hlaðvarpsþætti Besta sætisins sem finna má á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum. Ísland steinlá gegn Króatíu og þarf nú að vinna Argentínu á morgun og treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu, til að komast í 8-liða úrslitin, þrátt fyrir aðeins eitt tap á mótinu. „Við vorum algjörlega slegnir niður. Bara búmm. Ég var búinn að bóka mig á Icelandair-póstlistann fyrir 8-liða úrslita flugið. Það flug verður ekki bókað alveg strax,“ sagði Bjarni og bætti við: „Svona var stemningin hjá mér. Við vorum bara rotaðir frá fyrstu mínútu. Þetta er hrikalega súrt.“ Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að fyrsta korter leiksins hafi ráðið úrslitum. Króatar hafi fengið meðbyr og þá sé afskaplega erfitt að eiga við þá: „Liðið náði augljóslega ekki að sýna neitt af því sem það hafði sýnt í síðustu tveimur leikjum. Ef við horfum til baka núna þá er það þetta fyrsta korter sem verður okkur að falli. Þeir mæta ógeðslega peppaðir, stemning og full höll, og það gekk allt upp. Við sáum skot af tólf metrum, þeir stálu sendingum, þeirra markvörður var að verja, og svo var staðan bara orðin 11-5. Ef það er eitthvað vont þá er það að fá Króata í meðbyr í fangið. Við lentum í því og náðum aldrei að jafna okkur. Það var of margt sem að hrundi á sama tíma. Engin vörn, engin markvarsla, og svona fimm tæknifeilar á fyrsta korterinu,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Þáttinn má eins og fyrr segir finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Landslið karla í handbolta Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. 25. janúar 2025 09:34 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:55 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06
Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. 25. janúar 2025 09:34
Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02
Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16
Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:55
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13