„Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 11:47 Kyle Walker kveðst þakklátur fyrir allar leiðbeiningarnar frá Pep Guardiola. Getty/Martin Rickett Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. Í lánssamningnum er möguleiki fyrir Milan á að kaupa þennan 34 ára gamla varnarmann í sumar. Walker verður fjórði Englendingurinn í liði Milan á eftir Tammy Abraham, Ruben Loftus-Cheek og Fikayo Tomori. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn Parma á morgun. City verður hins vegar að spjara sig án Walkers þegar liðið tekur á móti Chelsea síðdegis í dag, og hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi: „Hann ákvað að fara,“ sagði Spánverjinn og bætti síðar við: „Harðasti, fljótasti og sterkasti leikmaðurinn sem maður hefur ákveður að fara frá félaginu.“ Walker sendi frá sér langa yfirlýsingu á Instagram þar sem hann þakkaði meðal annars Guardiola fyrir tímann hjá félaginu, en Walker lék með City frá árinu 2017 og vann meðal annars sex Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. „Við Pep Guardiola vil ég segja; Takk fyrir að hafa trú á mér og leggja svona mikið á þig til að fá mig hingað 2017. Saman fögnuðum við 17 titlum og undir þinni handleiðslu varð ég að þeim leikmanni sem ég er í dag. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði Walker. Hann hefur leikið 319 leiki fyrir City en lék sinn síðasta leik gegn West Ham 4. janúar og lét Guardiola í kjölfarið vita að hann vildi fara frá félaginu. City hefur verið líflegt á félagaskiptamarkaðnum í janúar og fest kaup á þremur nýjum leikmönnum, eða þeim Omar Marmoush frá Frankfurt, Vitor Reis frá Palmeiras og Abdukodir Khusanov frá Lens. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Í lánssamningnum er möguleiki fyrir Milan á að kaupa þennan 34 ára gamla varnarmann í sumar. Walker verður fjórði Englendingurinn í liði Milan á eftir Tammy Abraham, Ruben Loftus-Cheek og Fikayo Tomori. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn Parma á morgun. City verður hins vegar að spjara sig án Walkers þegar liðið tekur á móti Chelsea síðdegis í dag, og hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi: „Hann ákvað að fara,“ sagði Spánverjinn og bætti síðar við: „Harðasti, fljótasti og sterkasti leikmaðurinn sem maður hefur ákveður að fara frá félaginu.“ Walker sendi frá sér langa yfirlýsingu á Instagram þar sem hann þakkaði meðal annars Guardiola fyrir tímann hjá félaginu, en Walker lék með City frá árinu 2017 og vann meðal annars sex Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. „Við Pep Guardiola vil ég segja; Takk fyrir að hafa trú á mér og leggja svona mikið á þig til að fá mig hingað 2017. Saman fögnuðum við 17 titlum og undir þinni handleiðslu varð ég að þeim leikmanni sem ég er í dag. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði Walker. Hann hefur leikið 319 leiki fyrir City en lék sinn síðasta leik gegn West Ham 4. janúar og lét Guardiola í kjölfarið vita að hann vildi fara frá félaginu. City hefur verið líflegt á félagaskiptamarkaðnum í janúar og fest kaup á þremur nýjum leikmönnum, eða þeim Omar Marmoush frá Frankfurt, Vitor Reis frá Palmeiras og Abdukodir Khusanov frá Lens.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti