Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 25. janúar 2025 13:32 Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar