Körfubolti

Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammi­stöðu í tap­leikjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már átti fínan leik í kvöld.
Elvar Már átti fínan leik í kvöld. maroussi

Landsliðsmennirnir Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason áttu báðir fína leiki þegar lið þeirra máttu þola töp.

Elvar Már og félagar í Maroussi töpuðu með níu stiga mun gegn PAOK í efstu deild Grikklands í körfubolta, lokatölur 93-84. Elvar Már skoraði 19 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 4 fráköst.

Maroussi hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og aðeins unnið fimm leiki af 16. Sem stendur er liðið ekki á leiðinni í úrslitakeppnina en Elvar Már og félagar eru í 9. sæti. Efstu átta liðin fara í úrslitakeppni að deildarkeppni lokinni.

Tryggvi Snær átti einnig fínan leik undir körfunni þegar Bilbao Basket tapaði fyrir Breogán á útivelli, lokatölur 76-71. Tryggvi Snær skoraði 9 stig, tók 10 fráköst og gaf 1 stoðsendingu.

Bilbao er í 14. sæti af 18 liðum með sex sigra að loknum 18 leikjum. Liðið er í bullandi fallbaráttu en Basquet Coruña er á botni deildarinnar með fjóra sigra í 17 leikjum. Þar fyrir ofan koma þrjú lið sem hafa unnið fimm leiki til þessa og öll eiga leik til góða á Bilbao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×