Innlent

Mikill við­búnaður vegna skot­vopns og fyrsti for­manns­fram­bjóðandinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12.
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12. Vísir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað í gær vegna tilkynningar um ungmenni með skotvopn. Byssumannsins er enn leitað. Hann var meðhöndlaði byssuna í kringum hóp annarra ungmenna og hefur lögreglu tekist að bera kennsl á einhver þeirra.

Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins á fundi eftir hádegi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hún væri aðeins önnur konan í sögunni til að bjóða sig fram til formanns.

Einn merkilegasti og áhrifamesti skákmaður Íslandssögunnar, Friðrik Ólafsson, verður heiðraður í Hörpu í dag á níræðisafmælisdaginn. Forseti Skáksambands Íslands segir Friðriki að þakka að skákin sé jafn vinsæl á Íslandi og hún er.

Íbúum Sveitarfélagsins Voga á Suðurnesjum fjölgaði um tuttugu prósent á síðasta ári og virðist ekkert lát vera á fjölguninni því það er byggt og byggt i sveitarfélaginu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×