Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar 27. janúar 2025 11:32 heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar. Flóra vísar ekki einungis til plantna sem finna má á afmörkuðu svæði heldur er hugtakið einnig nýtt til að fjalla um flórur ólíkra jarðsöguskeiða. Þannig er vísað til steingervingaflóru Íslands í umfjöllun um steingervinga fornra rauðviða eða blaðför af elri í Bakkabrúnum sem grófust í set á eldra hlýskeiði ísaldar. Sambærilegt flórunni er fánan sem tekur þá til dýra, þannig tölum við um fuglafánu Íslands, skeldýrafánu Breiðafjarðar eða spendýrafánu ákveðins svæðis. Þess leiða ávana gætir nú víða að nota orðið flóra sem einhvers konar fjölbreytnihugtak. Þannig eru nýleg dæmi þar sem talað er um flóru fjárfestinga kaupfélagsins (þetta helst á RÚV 20. janúar), flóra mannlífsins (erindaröð á bókasafni Kópavogs), veitingahúsaflóru o.s.frv. Þessi misnotkun hugtaksins byggir á þeim misskilningi að orðið flóra hafi eitthvað með fjölbreytni að gera en því fer víðs fjarri. Líkt og áður segir þá vísar flóra til plantna á afmörkuðu svæði eða tíma og byggt á aðstæðum getur sú flóra ýmist verið fjölbreytt eða fábreytt sem við Íslendingar ættum að hafa fullan skilning á. Flóra einlendra æðplöntutegunda á Íslandi er til að mynda sérstaklega fábreytt enda telur hún einungis eina tegund, þ.e. tunguskollakamb. Kæru samnotendur og neytendur íslenskunnar! Má ég biðja ykkur um að spilla ekki merkingu flórunnar með misnotkun hugtaksins. Flóra og fána eru vel afmörkuð hugtök sem nýtast grasa- og dýrafræðingum vel. Vísindaleg hugtök þurfa að vera skýr og vel afmörkuð og hvorutveggja hugtakið, flóra og fána, eru það í núverandi merkingu. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Heiðmarsson Skógrækt og landgræðsla Garðyrkja Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar. Flóra vísar ekki einungis til plantna sem finna má á afmörkuðu svæði heldur er hugtakið einnig nýtt til að fjalla um flórur ólíkra jarðsöguskeiða. Þannig er vísað til steingervingaflóru Íslands í umfjöllun um steingervinga fornra rauðviða eða blaðför af elri í Bakkabrúnum sem grófust í set á eldra hlýskeiði ísaldar. Sambærilegt flórunni er fánan sem tekur þá til dýra, þannig tölum við um fuglafánu Íslands, skeldýrafánu Breiðafjarðar eða spendýrafánu ákveðins svæðis. Þess leiða ávana gætir nú víða að nota orðið flóra sem einhvers konar fjölbreytnihugtak. Þannig eru nýleg dæmi þar sem talað er um flóru fjárfestinga kaupfélagsins (þetta helst á RÚV 20. janúar), flóra mannlífsins (erindaröð á bókasafni Kópavogs), veitingahúsaflóru o.s.frv. Þessi misnotkun hugtaksins byggir á þeim misskilningi að orðið flóra hafi eitthvað með fjölbreytni að gera en því fer víðs fjarri. Líkt og áður segir þá vísar flóra til plantna á afmörkuðu svæði eða tíma og byggt á aðstæðum getur sú flóra ýmist verið fjölbreytt eða fábreytt sem við Íslendingar ættum að hafa fullan skilning á. Flóra einlendra æðplöntutegunda á Íslandi er til að mynda sérstaklega fábreytt enda telur hún einungis eina tegund, þ.e. tunguskollakamb. Kæru samnotendur og neytendur íslenskunnar! Má ég biðja ykkur um að spilla ekki merkingu flórunnar með misnotkun hugtaksins. Flóra og fána eru vel afmörkuð hugtök sem nýtast grasa- og dýrafræðingum vel. Vísindaleg hugtök þurfa að vera skýr og vel afmörkuð og hvorutveggja hugtakið, flóra og fána, eru það í núverandi merkingu. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar