Innlent

Ó­happ á Reykja­víkur­flug­velli og flug­braut lokað

Lovísa Arnardóttir skrifar
Atvikið gerðist á Reykjavíkurflugvelli. Myndin er úr safni.
Atvikið gerðist á Reykjavíkurflugvelli. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Flugbraut á Reykjavíkurflugvelli var lokað í kjölfar þess að flugvél fór út af braut við lendingu. Um var að ræða litla kennsluvél sem hlekktist á í lendingu samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Atvikið átti sér stað um klukkan 11 í dag. Einn var um borð í vélinni.

„Ég get staðfest að engan sakaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er að störfum og fer að draga vélina af flugbraut.“

Fyrst var greint frá óhappinu á vef mbl.is en þar kemur einnig fram að vélin var af gerðinni Cessna, TF-FFL. Vélin eru í Flugklúbbsins Vængja. Vélin er fjögurra sæta. 

Vélin var dregin burt af brautinni um klukkan 12.50 en var stopp þar að beiðni Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Rannsókn málsins er á borði nefndarinnar. 

Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum. Uppfærð klukkan 14:38 þann 27.1.2025. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×