Örfáir læknar sinni hundruðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. janúar 2025 11:36 Röð sem þessi er ekkert einsdæmi segir framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Stærsta vandamál starfseminnar sé mönnunarvandi líkt og víða annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Aðsend mynd Hundruð sækja Læknavaktina daglega og framkvæmdastjóri segir læknaskort plaga starfsemina. Mikil veikindi herji nú á landsmenn. Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán. Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira