Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 11:00 Forsætisráðherrann hefur sagt af sér en sjónir manna beinast nú að forsetanum. AP/Darko Vojinovic Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. Mótmælin brutust út eftir að fimmtán létust þegar þak lestarstöðvar í Novi Sad hrundi þann 1. nóvember síðastliðinn. Stúdentarnir hafa mótmælt spillingu í landinu en forsetinn Aleksandar Vučić sagðist í gær vilja opna á samtal við þá og gaf til kynna að hann myndi mögulega stokka upp í ríkisstjórninni. Stúdentarnir hafa mótmælt nær alla daga frá því í nóvember og njóta síaukins stuðnings meðal annarra stétta, til að mynda kennara. Mótmælin hafa náð til yfir 100 borga og bæja og þátttaka almennings aukist. Þúsundir íbúa Belgrad tóku þannig þátt í aðgerðunum í gær og þá lagði einhver fjöldi bænda leið sína inn í höfuðborgina á traktorum. Vinnuvélarnar voru meðal annars notaðar til að verja mótmælendurna en að minnsta kosti tvívegis óku ökumenn inn í hópinn. Aðgerðirnar eru sagðar minna á mótmælin í aðdraganda falls stjórnar Slobodan Milošević árið 2000 en þá höfðu öryggisyfirvöld í landinu einnig snúist gegn forsetanum. Eftir að metfjöldi, 100 þúsund manns, safnaðist saman í Belgrad 22. desember síðastliðinn hótaði Vučić því að siga lögreglu á þátttakendur. Forsetinn var harðlega gagnrýndur í kjölfarið. Stjórnvöld hafa að einhverju marki komið til móts við kröfur stúdentanna, meðal annars með því að birta gögn um harmleikinn í Novi Sad. Hann átti sér stað skömmu eftir að lestarstöðin var tekin í gegn af kínverskum framkvæmdaaðila. Mótmælendur segja að slysið megi rekja til spillingar, þar sem framkvæmdin hafi verið ófagleg. Samgöngumálaráðherra landsins sagði af sér skömmu eftir atvikið. Serbía Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Mótmælin brutust út eftir að fimmtán létust þegar þak lestarstöðvar í Novi Sad hrundi þann 1. nóvember síðastliðinn. Stúdentarnir hafa mótmælt spillingu í landinu en forsetinn Aleksandar Vučić sagðist í gær vilja opna á samtal við þá og gaf til kynna að hann myndi mögulega stokka upp í ríkisstjórninni. Stúdentarnir hafa mótmælt nær alla daga frá því í nóvember og njóta síaukins stuðnings meðal annarra stétta, til að mynda kennara. Mótmælin hafa náð til yfir 100 borga og bæja og þátttaka almennings aukist. Þúsundir íbúa Belgrad tóku þannig þátt í aðgerðunum í gær og þá lagði einhver fjöldi bænda leið sína inn í höfuðborgina á traktorum. Vinnuvélarnar voru meðal annars notaðar til að verja mótmælendurna en að minnsta kosti tvívegis óku ökumenn inn í hópinn. Aðgerðirnar eru sagðar minna á mótmælin í aðdraganda falls stjórnar Slobodan Milošević árið 2000 en þá höfðu öryggisyfirvöld í landinu einnig snúist gegn forsetanum. Eftir að metfjöldi, 100 þúsund manns, safnaðist saman í Belgrad 22. desember síðastliðinn hótaði Vučić því að siga lögreglu á þátttakendur. Forsetinn var harðlega gagnrýndur í kjölfarið. Stjórnvöld hafa að einhverju marki komið til móts við kröfur stúdentanna, meðal annars með því að birta gögn um harmleikinn í Novi Sad. Hann átti sér stað skömmu eftir að lestarstöðin var tekin í gegn af kínverskum framkvæmdaaðila. Mótmælendur segja að slysið megi rekja til spillingar, þar sem framkvæmdin hafi verið ófagleg. Samgöngumálaráðherra landsins sagði af sér skömmu eftir atvikið.
Serbía Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira