Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 28. janúar 2025 11:01 Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar