Mercedes greindi frá því á samfélagsmiðlum að hinn átján ára Antonelli hefði staðist venjulegt bílpróf annars vegar og hins vegar bílpróf sem hann þarf til að fá að keppa í Formúlu 1.
Þrátt fyrir ungan aldur er Antonelli vanur ökumaður en hann hefur æft stíft fyrir sitt fyrsta tímabil í Formúlu 1.
Antonelli var valinn eftirmaður Hamiltons hjá Mercedes eftir að ljóst var að sjöfaldi heimsmeistarinn myndi ganga í raðir Ferrari fyrir næsta tímabil. Antonelli og George Russell mynda ökuþórateymi Mercedes tímabilið 2025.
Big boots to fill.
— Formula 1 (@F1) August 31, 2024
Kimi Antonelli follows in the footsteps of Formula 1 royalty at Mercedes 👑 pic.twitter.com/42k2JY1kjA
Mercedes endaði í 4. sæti í keppni bílasmiða á síðasta tímabili. Næsta tímabil hefst með keppni í Melbourne, Ástralíu 16. mars.