Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 13:32 Dagur Sigurðsson er kominn með króatíska liðið í undanúrslit á HM. Það ræðst í kvöld hvort liðið mun spila um brons eða gull á mótinu. Getty/Sanjin Strukic „Það eru allir meiddir,“ segir Denis Spoljaric, aðstoðarmaður Dags Sigurðssonar hjá króatíska landsliðinu. Menn ætla þó að harka af sér í kvöld, gegn Frökkum í undanúrslitum á HM, og stórstjarnan sem Dagur var vændur um að hafa rifist við hefur nú bæst í hópinn. Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira