Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2025 14:33 Mohamed Salah getur bara ekki hætt að skora. Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool er liðið vann 2-0 útisigur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Topplið Liverpool heimsótti Bournemouth-menn, sem hafa verið sjóðandi heitir undanfarið. Fyrir leik dagsins hafði Bournemouth ekki tapað síðan 23. nóvember á síðasta ári. Eins og við var að búast var leikur dagsins fjörugur og eftir nokkrar tilraunir á báða bóga tókst Liverpool loksins að brjóta ísinn eftir hálftíma leik þegar Salah skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir að Cody Gakpo hafði verið felldur innan vítateigs. Þetta var tuttugasta mark Salah á tímabilinu. Relentless 👑20 @premierleague goals so far this season for @MoSalah 🙌 pic.twitter.com/rytmZCTtnJ— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2025 Heimamenn í Bournemouth héldu svo að þeir væru búnir að jafna metin þegar David Brooks kom boltanum í netið, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og gestirnir því með 1-0 forystu þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn í Bournemouth fengu sín tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleik, en inn vildi boltinn ekki. Gestirnir í Liverpool refsuðu fyrir það og Salah skoraði annað mark þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks og er hann nú orðinn sjötti markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 178 mörk. Moving up the rankings yet again 😮💨📊 pic.twitter.com/qyiUjlNX5P— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2025 Þetta reyndist síðasta mark leiksins og niðurstaðan því 2-0 sigur Liverpool sem trónir enn á toppi deildarinnar, nú með 56 stig eftir 23 leiki, níu stigum meira en Arsenal og Nottingham Forest sem koma þar á eftir. Bournemouth situr hins vegar í sjöunda sæti með 40 stig. Enski boltinn
Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool er liðið vann 2-0 útisigur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Topplið Liverpool heimsótti Bournemouth-menn, sem hafa verið sjóðandi heitir undanfarið. Fyrir leik dagsins hafði Bournemouth ekki tapað síðan 23. nóvember á síðasta ári. Eins og við var að búast var leikur dagsins fjörugur og eftir nokkrar tilraunir á báða bóga tókst Liverpool loksins að brjóta ísinn eftir hálftíma leik þegar Salah skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir að Cody Gakpo hafði verið felldur innan vítateigs. Þetta var tuttugasta mark Salah á tímabilinu. Relentless 👑20 @premierleague goals so far this season for @MoSalah 🙌 pic.twitter.com/rytmZCTtnJ— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2025 Heimamenn í Bournemouth héldu svo að þeir væru búnir að jafna metin þegar David Brooks kom boltanum í netið, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og gestirnir því með 1-0 forystu þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn í Bournemouth fengu sín tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleik, en inn vildi boltinn ekki. Gestirnir í Liverpool refsuðu fyrir það og Salah skoraði annað mark þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks og er hann nú orðinn sjötti markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 178 mörk. Moving up the rankings yet again 😮💨📊 pic.twitter.com/qyiUjlNX5P— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2025 Þetta reyndist síðasta mark leiksins og niðurstaðan því 2-0 sigur Liverpool sem trónir enn á toppi deildarinnar, nú með 56 stig eftir 23 leiki, níu stigum meira en Arsenal og Nottingham Forest sem koma þar á eftir. Bournemouth situr hins vegar í sjöunda sæti með 40 stig.