Birgir segir að tilkynning hafi verið send til þorrablótsgesta í gærkvöldi á þá leið að nefndinni hefðu borist fregnir um að fólk væri farið að finna fyrir vanlíðan.
Nefndin bendi fólki á að leita inn á vef Matvælastofnunnar, þar sem hægt er að skrá grun um matarbornar sýkingar.
Samanlagður fjöldi gesta og starfsfólks á þorrablótinu var um 230 manns.
Hefðbundinn þorramatur á boðstólum
Birgir segir að ekkert liggi fyrir um það hvað þau sem eru veik borðuðu. Sérfræðingar muni fara yfir það hvað það gæti verið, verði grunurinn um matarborna sýkingu staðfestur.
„Það er höfuðáhersla lögð á að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur og það er sá útgangspunktur sem við vinnum eftir núna,“ segir Birgir.