Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að uppsagnirnar komi flestar til framkvæmda í apríl 2025.
Þar er verið að vísa í uppsagnir sem ráðist var í hjá Sidekick Health. Um miðjan mánuðinn var greint frá því að 55 starfsmönnum félagsins, eða um tuttugu prósent starfsmanna, hefði verið sagt upp. Af þeim voru 22 stöðugildi hér á landi.
Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.