Þemað var Hollywood og Óskarsverðlaunin og klæddust veislugestir sínu fínasta pússi. Sömuleiðis var ákveðnum starfsmönnum veittur Óskarinn við mikinn fögnuð.
Skemmtinefndin útbjó hið svokallaða Laugaskaup sem gerir grín af því helsta sem laugaverðir Reykjavíkur lenda í vegna starfsins. Myndbandið hlaut hlátrasköll og lófaklapp og voru gestir í miklu stuði. Veislustjórar kvöldsins voru Björn Berg Pálsson og Guðný Björk Halldórsdóttir en sú síðarnefnda þeytti svo skífum og sá fyrir dansi langt fram eftir kvöldi.
Dóri DNA kitlaði hláturtaugar gesta, hljómsveitin Nostalgía lék fyrir dansi og Tómas Helgi tók vel valin lög.
Hér má sjá vel valdar myndir af herlegheitunum:


































