Tekur Pavel við Keflavík? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 13:31 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til Íslandsmeistaratitils á þarsíðustu leiktíð. vísir/Diego Karlalið Keflavíkur í körfubolta er í þjálfaraleit eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu í gær. Magnús Þór Gunnarsson stýrir liðinu á fimmtudaginn kemur en félagið leitar þjálfara til að stýra liðinu út leiktíðina. Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira