Íslenski boltinn

Fram lagði Ís­lands­meistara Breiða­bliks

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kennie Chopart var á skotskónum í kvöld.
Kennie Chopart var á skotskónum í kvöld. Vísir/Diego

Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks þegar liðin hófu leik í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Lokatölur í Fífunni í Kópavogi 1-3.

Vuk Oskar Dimitrijevic kom Fram yfir eftir rúmlega hálftíma en hinn ungi Gabríel Snær Hallsson jafnaði metin fyrir Breiðablik. Staðan 1-1 í hálfleik en í síðari hálfleik reyndust gestirnir sterkari. 

Kennie Chopart kom Fram yfir á 52. mínútu og Vuk bætti við öðru marki sínu aðeins fjórum mínútum síðar til að gera út um leikinn.

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Fylki á laugardaginn kemur. Sama dag mætast Fram og Völsungur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×