Var vopnaður þremur byssum Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 09:52 Frá minningarathöfn í Örebro í gærkvöldi. EPA/ANDERS WIKLUND Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Lögreglan í Svíþjóð hélt blaðamannafund um árásina í morgun. Þar kom meðal annars fram að útkallið vegna árásarinnar barst klukkan 12:33 að staðartíma og að fyrstu lögregluþjónarnir voru mættir á vettvang rétt rúmlega fimm mínútum síðar. Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem hinn 35 ára gamli Rickard Andersson. Honum hefur verið lýst sem miklum einfara og hafði hann verið atvinnulaus um nokkuð skeið. Hann skipti um nafn fyrir átta árum en var með hreina sakaskrá og hafði ekki komist í kast við lögin áður. Á fundinum kom fram að mögulegt sé að Andersson hafi á einhverjum tímapunkti stundað nám í skólanum en það mun ekki hafa verið staðfest. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að svo virðist sem Andersson hafi ekki skotið fólk af handahófi. Hann hafi gengið framhjá sumum í skólanum. Andersson skaut tíu til bana og særði nokkra til viðbótar en svipti sig svo lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Fyrst skaut hann þó á lögregluþjóna sem mættu fyrstir á vettvang, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Svíþjóðar um blaðamannafundinn. Lögregluþjónarnir svöruðu ekki skothríðinni en Andersson er sagður hafa notast við reyksprengjur í skólanum. Lík hans fannst ekki fyrr en rúmum klukkutíma eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang. Hefur það verið útskýrt með því að vísa til þess að skólalóðin sé mjög stór og óreiðan hafi verið mikil á vettvangi. Andersson var með leyfi fyrir fjórum byssum og þrjár þeirra fundust við hlið líks hans. Lögreglan hefur lagt hald á fjórðu byssuna sem mun væntanlega hafa fundist á heimili hans. Einnig fundust um tíu tóm magasín í skólanum og mikið magn af ónotuðu skotum í fórum Anderssons. Ekki hefur verið upplýst um tegund skotvopnanna en að minnsta kosti eitt þeirra mun hafa verið riffill. Áður hefur komið fram að Andersson bar vopnin inn í skólann í gítartösku, eða sambærilegri tösku, og gekk um skólann um tíma. Þá hafi hann farið inn á salerni þar sem hann klæddi sig í föt í felulitum og tók upp byssurnar. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. 5. febrúar 2025 10:54 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Lögreglan í Svíþjóð hélt blaðamannafund um árásina í morgun. Þar kom meðal annars fram að útkallið vegna árásarinnar barst klukkan 12:33 að staðartíma og að fyrstu lögregluþjónarnir voru mættir á vettvang rétt rúmlega fimm mínútum síðar. Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem hinn 35 ára gamli Rickard Andersson. Honum hefur verið lýst sem miklum einfara og hafði hann verið atvinnulaus um nokkuð skeið. Hann skipti um nafn fyrir átta árum en var með hreina sakaskrá og hafði ekki komist í kast við lögin áður. Á fundinum kom fram að mögulegt sé að Andersson hafi á einhverjum tímapunkti stundað nám í skólanum en það mun ekki hafa verið staðfest. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að svo virðist sem Andersson hafi ekki skotið fólk af handahófi. Hann hafi gengið framhjá sumum í skólanum. Andersson skaut tíu til bana og særði nokkra til viðbótar en svipti sig svo lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Fyrst skaut hann þó á lögregluþjóna sem mættu fyrstir á vettvang, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Svíþjóðar um blaðamannafundinn. Lögregluþjónarnir svöruðu ekki skothríðinni en Andersson er sagður hafa notast við reyksprengjur í skólanum. Lík hans fannst ekki fyrr en rúmum klukkutíma eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang. Hefur það verið útskýrt með því að vísa til þess að skólalóðin sé mjög stór og óreiðan hafi verið mikil á vettvangi. Andersson var með leyfi fyrir fjórum byssum og þrjár þeirra fundust við hlið líks hans. Lögreglan hefur lagt hald á fjórðu byssuna sem mun væntanlega hafa fundist á heimili hans. Einnig fundust um tíu tóm magasín í skólanum og mikið magn af ónotuðu skotum í fórum Anderssons. Ekki hefur verið upplýst um tegund skotvopnanna en að minnsta kosti eitt þeirra mun hafa verið riffill. Áður hefur komið fram að Andersson bar vopnin inn í skólann í gítartösku, eða sambærilegri tösku, og gekk um skólann um tíma. Þá hafi hann farið inn á salerni þar sem hann klæddi sig í föt í felulitum og tók upp byssurnar.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. 5. febrúar 2025 10:54 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. 5. febrúar 2025 10:54
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16