Enski boltinn

„Þeir voru of góðir fyrir okkur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ange Postecoglou svekkir sig á hliðarlínunni á Anfield í kvöld.
Ange Postecoglou svekkir sig á hliðarlínunni á Anfield í kvöld. Getty/Carl Recine/

Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði Liverpool liðinu eftir að Tottenham tapaði 4-1 á móti Liverpool í undanúrslitaleik enska deildabikarsins i kvöld.

„Liverpool átti sigurinn skilinn. Þeir voru mun betra liðið og við náðum aldrei tökum á þessum leik,“ sagði Ange Postecoglou við Sky Sports eftir leik.

„Þeir voru of góðir fyrir okkur. Við leyfðum þeim að komast inn í leikinn og vorum ekki nægilega agressífir eins og við þurftum að vera,“ sagði Postecoglou.

„Það var mjög erfitt að koma okkur til baka inn í leikinn eftir þessa byrjun. Við þurftum án nokkurs vafa að vera hugrakkari með og án boltans. Þetta er mjög gott Liverpool lið og þeir eru á góðum stað,“ sagði Postecoglou.

Postecoglou viðurkenndi að vera vonsvikinn með leikmenn sína í kvöld.

„Ég er vonsvikinn yfir því að við sýndum ekki okkar rétta andlit í þessum leik. Ég er mjög vonsvikinn með mína leikmenn. Við fengum frábært tækifæri í kvöld en því miður gripum við það ekki,“ sagði Postecoglou.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×