Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 13:52 Kristján Þórður Snæbjarnarson kom nýr inn á þing fyrir Samfylkinguna fyrr í vikunni. Þar er hann fyrsti varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, er hættur sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hefur gegnt embættinu frá 2011. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kristjáns sem birtist um eittleytið. Hann hafi tilkynnt afsögn sína úr embætti formanns Rafiðnaðarsambands Íslands á miðstjórnarfundi sambandsins í dag. „Nú er komið að kaflaskilum hjá mér þar sem ég hef tekið sæti á Alþingi okkar Íslendinga. Þá er jafnframt komið að leiðarlokum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Ég var kjörinn sem formaður RSÍ í lok apríl 2011 og hef verið í forystu sambandsins alla tíð síðan,“ segir í færslunni. Hann segist hafa tekið við góðu búi hjá RSÍ og verið lánssamur að vinna með fjölmörgum frábærum einstaklingum. Árangur hefði ekki náðst án allra þeirra sem setið hafa í miðstjórn og sambandsstjórn og þeirra þingfulltrúa sem hafa setið þing RSÍ. Dýrmætt að verða varaforseti ASÍ Kristján segir ýmsar áskoranir hafa komið upp á undanförnum fjórtán árum. Hann ætli ekki að telja öll þau verkefni upp en „að hafa verið treyst til þess að vera varaforseti Alþýðusambands Íslands var mér þó sérstaklega dýrmætt,“ segir hann. „Ég fór úr því að vera í neðsta sæti varaforseta og upp í það að sinna embætti forseta ASÍ á umrótatímum. Það er með miklu þakklæti sem ég skil við þessi skemmtilegu verkefni,“ segir Kristján í færslunni. Loks segir hann það vera mikinn heiður að fá að vera hluti af öflugum og samhentum ríkisstjórnarflokkum sem muni leiða jákvæðar breytingar samfélaginu til heilla. Stéttarfélög Samfylkingin Tímamót Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Tengdar fréttir Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kristjáns sem birtist um eittleytið. Hann hafi tilkynnt afsögn sína úr embætti formanns Rafiðnaðarsambands Íslands á miðstjórnarfundi sambandsins í dag. „Nú er komið að kaflaskilum hjá mér þar sem ég hef tekið sæti á Alþingi okkar Íslendinga. Þá er jafnframt komið að leiðarlokum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Ég var kjörinn sem formaður RSÍ í lok apríl 2011 og hef verið í forystu sambandsins alla tíð síðan,“ segir í færslunni. Hann segist hafa tekið við góðu búi hjá RSÍ og verið lánssamur að vinna með fjölmörgum frábærum einstaklingum. Árangur hefði ekki náðst án allra þeirra sem setið hafa í miðstjórn og sambandsstjórn og þeirra þingfulltrúa sem hafa setið þing RSÍ. Dýrmætt að verða varaforseti ASÍ Kristján segir ýmsar áskoranir hafa komið upp á undanförnum fjórtán árum. Hann ætli ekki að telja öll þau verkefni upp en „að hafa verið treyst til þess að vera varaforseti Alþýðusambands Íslands var mér þó sérstaklega dýrmætt,“ segir hann. „Ég fór úr því að vera í neðsta sæti varaforseta og upp í það að sinna embætti forseta ASÍ á umrótatímum. Það er með miklu þakklæti sem ég skil við þessi skemmtilegu verkefni,“ segir Kristján í færslunni. Loks segir hann það vera mikinn heiður að fá að vera hluti af öflugum og samhentum ríkisstjórnarflokkum sem muni leiða jákvæðar breytingar samfélaginu til heilla.
Stéttarfélög Samfylkingin Tímamót Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Tengdar fréttir Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02