Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag 8. febrúar 2025 22:00 Jude Bellingham og Giuliano Simoene í baráttu um boltann í leik kvöldsins. Burak Akbulut/Anadolu via Getty Images Real Madrid og Atlético Madrid skildu jöfn 1-1 í nágrannaslag í 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu stigi munar milli liðanna tveggja í toppsætunum. Atlético var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og tók forystuna eftir rétt rúman hálftíma. Markið var verðskuldað en fékkst með furðulegum hætti, Atlético fékk gefins vítaspyrnu eftir að varnarmaður Real rétt steig á sóknarmann sem var búinn að missa boltanum. Engu að síður steig Julian Alvarez á punktinn, ískaldur og vippaði boltanum á mitt markið. Kylian Mbappé jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Rodrygo, sem gaf reyndar á Jude Bellingham en hann hitti boltann illa í skotinu og Mbappé hirti afganginn. Kylian Mbappé setti jöfnunarmarkið fyrir heimamenn. Angel Martinez/Getty Images Real spilaði eins og allt annað lið í seinni hálfleik en tókst ekki, þrátt fyrir stóraukna ákefð og mun líflegri sóknarleik, að setja sigurmarkið. Liðin þurftu því að sætta sig við eitt stig hvert. Real er í efsta sæti deildarinnar með 50 stig og Atlético sæti neðar með 49 stig þegar 23 umferðir hafa verið spilaðar. Spænski boltinn
Real Madrid og Atlético Madrid skildu jöfn 1-1 í nágrannaslag í 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu stigi munar milli liðanna tveggja í toppsætunum. Atlético var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og tók forystuna eftir rétt rúman hálftíma. Markið var verðskuldað en fékkst með furðulegum hætti, Atlético fékk gefins vítaspyrnu eftir að varnarmaður Real rétt steig á sóknarmann sem var búinn að missa boltanum. Engu að síður steig Julian Alvarez á punktinn, ískaldur og vippaði boltanum á mitt markið. Kylian Mbappé jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Rodrygo, sem gaf reyndar á Jude Bellingham en hann hitti boltann illa í skotinu og Mbappé hirti afganginn. Kylian Mbappé setti jöfnunarmarkið fyrir heimamenn. Angel Martinez/Getty Images Real spilaði eins og allt annað lið í seinni hálfleik en tókst ekki, þrátt fyrir stóraukna ákefð og mun líflegri sóknarleik, að setja sigurmarkið. Liðin þurftu því að sætta sig við eitt stig hvert. Real er í efsta sæti deildarinnar með 50 stig og Atlético sæti neðar með 49 stig þegar 23 umferðir hafa verið spilaðar.
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti