„Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2025 08:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir hrósar vinkonu sinni Anníe Mist Þórisdóttir fyrir að þora að taka þá ákvörðun að taka ekki þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. @katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir tilkynnti í vikunni að hún ætli ekki að taka þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. Tilkynning hennar hefur vakið mikla athygli en eins hefur íslenska CrossFit goðsögnin fengið mikinn stuðning úr mörgum áttum. Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira