Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 20:02 Flóki Ásgeirsson lögmaður hefur skilað af sér álitsgerð um málið. Vísir/Vilhelm Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Í byrjun árs 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar sama ár, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september í fyrra. Flokkur fólksins hyggst bæta úr sinni skráningu á næsta landsfundi. Formaður Framsóknar hefur kallað eftir því að flokkarnir sem ekki uppfylltu skilyrði verði látnir endurgreiða styrkina. Fjármálaráðuneytið kallaði eftir tveimur álitsgerðum sérfræðinga sem birtar voru í dag. Flóki Ásgeirsson lögmaður skrifaði álitsgerð og ríkislögmaður minnisblað um málið. „Það liggur fyrir að framkvæmdin brást inni í ráðuneytinu og eftirfylgnin með því hverjir ættu rétt á þessum greiðslum eða uppfylltu skilyrði laganna að eftirfylgnin var ekki nægilega góð,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Það er mat Flóka Ásgeirssonar lögmanns að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra. Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Fleiri fréttir Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Sjá meira
Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Í byrjun árs 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar sama ár, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september í fyrra. Flokkur fólksins hyggst bæta úr sinni skráningu á næsta landsfundi. Formaður Framsóknar hefur kallað eftir því að flokkarnir sem ekki uppfylltu skilyrði verði látnir endurgreiða styrkina. Fjármálaráðuneytið kallaði eftir tveimur álitsgerðum sérfræðinga sem birtar voru í dag. Flóki Ásgeirsson lögmaður skrifaði álitsgerð og ríkislögmaður minnisblað um málið. „Það liggur fyrir að framkvæmdin brást inni í ráðuneytinu og eftirfylgnin með því hverjir ættu rétt á þessum greiðslum eða uppfylltu skilyrði laganna að eftirfylgnin var ekki nægilega góð,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Það er mat Flóka Ásgeirssonar lögmanns að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Fleiri fréttir Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Sjá meira
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55
Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55