Sport

Hófí Dóra brunaði í 29. sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hófí Dóra brunaði niður brekkurnar í austurrísku Ölpunum í dag.
Hófí Dóra brunaði niður brekkurnar í austurrísku Ölpunum í dag. Hans Peter Lottermoser/SEPA.Media /Getty Images

Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hafnaði í 29. sæti í bruni á HM í Alpagreinum sem fram fór í Saalbach í austurrísku Ölpunum í dag.

Hófí Dóra var 31. í rásröðinni lenti í örlitlum vandræðum snemma í brautinni. Hún náði þó að rétta sig af, en var töluvert frá því að halda í við fremstu konur.

Hófí kom að lokum í mark á tímanum 1:47,38, sem skilaði henni í 29. sæti af 33 kependum sem hófu keppni í dag. 

Bandaríkjakonan Breezy Johnson, sem var sú fyrsta í rásröðinni, kom í mark á tímanum 1:41,29 sem reyndist að lokum vera besti tími dagsins. Johnson fagnaði því sigri, en heimakonan Mirjam Puchner hafnaði í öðru sæti og hin tékkneska Ester Ledecka hafnaði í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×