Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur þegar tilkynnt um framboð á landsfundi flokksins í lok febrúar.
Fylgst verður með blaðamannafundi Guðrúnar í beinu streymi hér að neðan.
Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur þegar tilkynnt um framboð á landsfundi flokksins í lok febrúar.
Fylgst verður með blaðamannafundi Guðrúnar í beinu streymi hér að neðan.
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardag. Leiða má líkur að því að þar muni hún tilkynna framboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins.
Innan við fjórar vikur eru í að fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins velji sér nýjan formann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ætlar sér formennsku en líklegt að hörð keppni verði milli hennar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Tíu oddvitar á Suðurlandi skora á hana að bjóða sig fram til formanns.