Stórsöngkonan Taylor Swift lét sig ekki vanta og hvatti sinn mann Travis Kelce áfram. Kelce, sem spilar fyrir Kansas, mætti ósigri og sást ansi svekktur arka í fang sinnar heittelskuðu að leik loknum.
Taylor Swift klæddist gallastuttbuxum og hvítum hlýrabol fyrir tilefnið og sat við hliðina á tónlistarkonunni og rapparanum Ice Spice.

Áhorfendur bú-uðu á Swift og virðist það hafa komið henni í opna skjöldu. Hún hefur vonandi verið fljót að hrista það af sér eins og hún syngur um í vinsælu lagi hennar Shake it off.
Rapparinn Cardi B skar sig úr áhorfendahópnum í silfruðum þröngum síðkjól. Hún rokkaði að sjálfsögðu himinháa hæla við.
Hollywood leikarinn Bradley Cooper stóð með sigurliðinu og skartaði grænum glansjakka merktum Fíladelfíu örnunum.

Leikaraparið Macaulay Culkin og Brenda Song fylgdust með úr stúkunni.

Tennisdrottningin Serena Williams kom fram í hálfleiksatriði Kendrick Lamar þegar hann tók diss lagið Not like us sem er beinskeytt rapplag þar sem hann skýtur föstum skotum að kollega sínum Drake. Williams er sögð hafa átt í ástarsambandi við Drake um tíma þrátt fyrir að hvorugt þeirra hafi nokkurn tíma staðfest það. Hún náði góðu knúsi á stórleikarann Leonardo DiCaprio fyrir showið.
Hér má sjá hálfleiksatriði Kendrick Lamar:
Tónlistarkonan Lady Gaga og unnusti hennar Michael Polansky áttu gott deit kvöld á þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins.
Stórleikarinn Kevin Costner var mættastur og smellti af nokkrum myndum.

Stjörnulistinn er ótæmandi en meðal gesta voru einnig rapparinn Jay Z og dóttir hans Blue Ivy Carter, grínistinn Pete Davidson, fyrrum ruðningskappinn Tom Brady, Donald Trump Bandaríkjaforseti, leikarinn Paul Rudd, leikkonan Anne Hathaway, tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, leikarinn Terry Crews og svo lengi mætti telja.