Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 09:01 Um miðjan mars munu stúdentar og starfsfólk Háskóla Íslands kjósa nýjan rektor til næstu fimm ára. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskólans. Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar, atvinnulífs og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Traustur fjárhagur Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknainnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir eflingu og þróun Háskólans. Á þeim tíma sem ég hef leitt Menntavísindasvið hef ég tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins og hafa sértekjur þess t.d. meira en tvöfaldast á tímabilinu. Það höfum við gert með aukinni styrkjasókn og öflugu samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, fagfélög og aðra háskóla. Á sama tíma hefur okkur tekist að fjölga nemendum verulega, m.a. með átaksverkefninu Komdu að kenna og nýjum námstækifærum. Ég er sérstaklega stolt af verulegum árangri okkar á sviði menntarannsókna og mikilvægri uppbyggingu doktorsnáms. Háskóli í fremstu röð Háskólar mennta og þroska einstaklinga, leggja rækt við menningu, sögu og tungumál og eru drifkraftar þekkingarsköpunar fyrir samfélag og atvinnulíf. Á síðustu tveimur áratugum hefur Háskóli Íslands umbreyst í alþjóðlegan rannsóknarháskóla sem hefur á að skipa vísindafólki í fremstu röð. Þetta er árangur sem skiptir Ísland gríðarlegu máli, atvinnulíf okkar og lífskjör og hefur rutt brautina fyrir nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Afar mikilvægt er að sameina krafta vísinda- og fræðasamfélagsins til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Fólk í fyrirrúmi Magnaður árangur Háskóla Íslands byggist á því frábæra starfsfólki sem starfar innan veggja hans og skipuleggur fjölbreytt starf deilda, stofnana og starfseininga skólans. Ég tel mikilvægt að hlúa enn betur að fólkinu sem starfar og nemur við skólann. Bæta þarf kjör starfsfólks og gera þau samkeppnishæf, en því miður hefur langvarandi undirfjármögnun Háskólans haldið eðlilegri launaþróun niðri. Þetta er verkefni sem ég mun sem rektor beita mér af kappi fyrir í samvinnu við stjórnvöld. Ég mun leita allra leiða til að auka hagkvæmni í rekstri og forgangsraða verkefnum í þágu starfsfólks. Þá þarf að bæta ýmsa þætti í starfsumhverfinu sem valda álagi á starfsfólk. Jöfn tækifæri til náms og hagsmunir stúdenta Ég mun sem rektor leggja höfuðáherslu á gott samstarf við stúdenta um málefni Háskólans og námsins. Eitt af því sem ég mun leggja ríka áherslu á er að taka virkan þátt í baráttu stúdenta fyrir raunverulegu námsstyrkjakerfi í stað íþyngjandi námslánakerfis. Núverandi staða er óbærileg þar sem háskólanemar á Íslandi forðast að taka námslán og sjá sig knúna til að stunda vinnu samhliða námi. Vert er að hafa í huga að nemendahópur Háskólans hefur gjörbreyst á síðustu tveimur áratugum, fjöldi nemenda af erlendum uppruna hefur ríflega fjórfaldast og auknar kröfur eru til háskóla um inngildingu og aðgengi allra að námi. Jöfn tækifæri til náms eiga því að vera lifandi leiðarljós í starfsemi skólans og þarf að endurspeglast í fjölbreyttu námsframboði, góðri námsaðstöðu og öflugri nemendaþjónustu. Ég tel einnig nauðsynlegt að vinna að auknu fjarnámi í tilteknum greinum í samvinnu við deildir og stjórnvöld. Háskólinn er akademískt samfélag Það sem dregur okkur svo mörg til starfa innan Háskólans er að hann er magnaður vinnustaður sem býður upp á ótal tækifæri til að hafa áhrif, móta nýjar hugmyndir, mennta háskólanema og breyta samfélaginu til hins betra. En háskólinn er svo miklu meira en vinnustaður. Hann er akademískt samfélag sem byggist á grunngildum akademísks frelsis, jafnréttis og fagmennsku. Hann er sjálfstæður vettvangur þekkingarleitar og miðar að því að auka skilning okkar á heiminum og lífi okkar sem manneskjur. Þetta er það sem keyrir okkur áfram sem höfum helgað starfsævi okkar háskólahugsjóninni. Eitt af því sem ég mun setja á oddinn er að treysta akademískt lýðræði með því að stuðla að virkri þátttöku og reglulegri umræðu háskólasamfélagsins um málefni skólans, hugsjónir hans og skipulag. Sækjum fram saman! Ég er þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að hann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs og rektorsframbjóðandi. Nánar um stefnumál mín má finna á heimasíðu minni: https://kolbrunpals.hi.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um miðjan mars munu stúdentar og starfsfólk Háskóla Íslands kjósa nýjan rektor til næstu fimm ára. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskólans. Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar, atvinnulífs og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Traustur fjárhagur Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknainnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir eflingu og þróun Háskólans. Á þeim tíma sem ég hef leitt Menntavísindasvið hef ég tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins og hafa sértekjur þess t.d. meira en tvöfaldast á tímabilinu. Það höfum við gert með aukinni styrkjasókn og öflugu samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, fagfélög og aðra háskóla. Á sama tíma hefur okkur tekist að fjölga nemendum verulega, m.a. með átaksverkefninu Komdu að kenna og nýjum námstækifærum. Ég er sérstaklega stolt af verulegum árangri okkar á sviði menntarannsókna og mikilvægri uppbyggingu doktorsnáms. Háskóli í fremstu röð Háskólar mennta og þroska einstaklinga, leggja rækt við menningu, sögu og tungumál og eru drifkraftar þekkingarsköpunar fyrir samfélag og atvinnulíf. Á síðustu tveimur áratugum hefur Háskóli Íslands umbreyst í alþjóðlegan rannsóknarháskóla sem hefur á að skipa vísindafólki í fremstu röð. Þetta er árangur sem skiptir Ísland gríðarlegu máli, atvinnulíf okkar og lífskjör og hefur rutt brautina fyrir nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Afar mikilvægt er að sameina krafta vísinda- og fræðasamfélagsins til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Fólk í fyrirrúmi Magnaður árangur Háskóla Íslands byggist á því frábæra starfsfólki sem starfar innan veggja hans og skipuleggur fjölbreytt starf deilda, stofnana og starfseininga skólans. Ég tel mikilvægt að hlúa enn betur að fólkinu sem starfar og nemur við skólann. Bæta þarf kjör starfsfólks og gera þau samkeppnishæf, en því miður hefur langvarandi undirfjármögnun Háskólans haldið eðlilegri launaþróun niðri. Þetta er verkefni sem ég mun sem rektor beita mér af kappi fyrir í samvinnu við stjórnvöld. Ég mun leita allra leiða til að auka hagkvæmni í rekstri og forgangsraða verkefnum í þágu starfsfólks. Þá þarf að bæta ýmsa þætti í starfsumhverfinu sem valda álagi á starfsfólk. Jöfn tækifæri til náms og hagsmunir stúdenta Ég mun sem rektor leggja höfuðáherslu á gott samstarf við stúdenta um málefni Háskólans og námsins. Eitt af því sem ég mun leggja ríka áherslu á er að taka virkan þátt í baráttu stúdenta fyrir raunverulegu námsstyrkjakerfi í stað íþyngjandi námslánakerfis. Núverandi staða er óbærileg þar sem háskólanemar á Íslandi forðast að taka námslán og sjá sig knúna til að stunda vinnu samhliða námi. Vert er að hafa í huga að nemendahópur Háskólans hefur gjörbreyst á síðustu tveimur áratugum, fjöldi nemenda af erlendum uppruna hefur ríflega fjórfaldast og auknar kröfur eru til háskóla um inngildingu og aðgengi allra að námi. Jöfn tækifæri til náms eiga því að vera lifandi leiðarljós í starfsemi skólans og þarf að endurspeglast í fjölbreyttu námsframboði, góðri námsaðstöðu og öflugri nemendaþjónustu. Ég tel einnig nauðsynlegt að vinna að auknu fjarnámi í tilteknum greinum í samvinnu við deildir og stjórnvöld. Háskólinn er akademískt samfélag Það sem dregur okkur svo mörg til starfa innan Háskólans er að hann er magnaður vinnustaður sem býður upp á ótal tækifæri til að hafa áhrif, móta nýjar hugmyndir, mennta háskólanema og breyta samfélaginu til hins betra. En háskólinn er svo miklu meira en vinnustaður. Hann er akademískt samfélag sem byggist á grunngildum akademísks frelsis, jafnréttis og fagmennsku. Hann er sjálfstæður vettvangur þekkingarleitar og miðar að því að auka skilning okkar á heiminum og lífi okkar sem manneskjur. Þetta er það sem keyrir okkur áfram sem höfum helgað starfsævi okkar háskólahugsjóninni. Eitt af því sem ég mun setja á oddinn er að treysta akademískt lýðræði með því að stuðla að virkri þátttöku og reglulegri umræðu háskólasamfélagsins um málefni skólans, hugsjónir hans og skipulag. Sækjum fram saman! Ég er þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að hann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs og rektorsframbjóðandi. Nánar um stefnumál mín má finna á heimasíðu minni: https://kolbrunpals.hi.is/
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun