„Púsluspilið gekk ekki upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 15:57 Sölvi Geir Ottesen segir ekki hafa verið hægt að koma leikjum Víkings í Lengjubikarnum fyrir. Huga þurfi að leikmönnum liðsins sem eru að koma undan lengsta tímabili í sögu íslensks fótboltaliðs. vísir/Aron Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir lið hans ekki hafa haft annan kost en að segja sig úr Lengjubikar karla í fótbolta vegna anna þess í Sambandsdeild Evrópu. Leikirnir hafi einfaldlega ekki komist fyrir. Líkt og greint var frá á Vísi síðdegis drógu Víkingar lið sitt úr keppni í Lengjubikarnum í dag. Víkingur átti að spila næsta leik í keppninni um helgina, en þá verður liðið erlendis vegna einvígisins við Panathinaikos. Æfingaferð er einnig á dagskrá hjá liðinu og það gekk einfaldlega ekki upp að troða inn fjórum leikjum næsta mánuðinn. „Við erum ekki vön því að vera í þessari stöðu, að komast áfram í Evrópukeppninni, og ekki að spila á þessum tíma, svona stóra leiki. Að reyna að koma inn Lengjubikarnum og æfingaferð innan um Panathinaikos-leikina, það var bara of mikið. Púsluspilið gekk ekki upp,“ segir Sölvi Geir í samtali við Vísi. „Við höfum reynt að koma þessum leikjum að og okkar vilji var að spila þessa leiki en tíminn gafst ekki. Við þurfum að passa upp á leikmennina okkar og að keyra þá ekki út. Þeir eru að koma úr mjög krefjandi tímabili, þar sem ekkert íslenskt lið hefur spilað eins marga leiki og við gerðum í fyrra. Til að passa upp á líkamlegan og andlegan þátt leikmanna og starfsfólks var ekki sniðugt fyrir okkur að halda áfram í Lengjubikarnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingar spila sögulega leiki við Panathinaikos á morgun og á fimmtudaginn næsta en þeir eru fyrsta íslenska félagsliðið sem spilar Evrópuleiki á þessum tíma. Lengjubikarinn og uppsetning hans geri einfaldlega ekki ráð fyrir að lið nái svo langt í Evrópu. „Við þurfum í raun og veru að finna leið fyrir lið sem komast þessa leið, áfram í úrslitakeppnina í Evrópu, svo að þau geti tekið þátt í öllum þessum keppnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri leik liðanna á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Lengjubikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi síðdegis drógu Víkingar lið sitt úr keppni í Lengjubikarnum í dag. Víkingur átti að spila næsta leik í keppninni um helgina, en þá verður liðið erlendis vegna einvígisins við Panathinaikos. Æfingaferð er einnig á dagskrá hjá liðinu og það gekk einfaldlega ekki upp að troða inn fjórum leikjum næsta mánuðinn. „Við erum ekki vön því að vera í þessari stöðu, að komast áfram í Evrópukeppninni, og ekki að spila á þessum tíma, svona stóra leiki. Að reyna að koma inn Lengjubikarnum og æfingaferð innan um Panathinaikos-leikina, það var bara of mikið. Púsluspilið gekk ekki upp,“ segir Sölvi Geir í samtali við Vísi. „Við höfum reynt að koma þessum leikjum að og okkar vilji var að spila þessa leiki en tíminn gafst ekki. Við þurfum að passa upp á leikmennina okkar og að keyra þá ekki út. Þeir eru að koma úr mjög krefjandi tímabili, þar sem ekkert íslenskt lið hefur spilað eins marga leiki og við gerðum í fyrra. Til að passa upp á líkamlegan og andlegan þátt leikmanna og starfsfólks var ekki sniðugt fyrir okkur að halda áfram í Lengjubikarnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingar spila sögulega leiki við Panathinaikos á morgun og á fimmtudaginn næsta en þeir eru fyrsta íslenska félagsliðið sem spilar Evrópuleiki á þessum tíma. Lengjubikarinn og uppsetning hans geri einfaldlega ekki ráð fyrir að lið nái svo langt í Evrópu. „Við þurfum í raun og veru að finna leið fyrir lið sem komast þessa leið, áfram í úrslitakeppnina í Evrópu, svo að þau geti tekið þátt í öllum þessum keppnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri leik liðanna á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Lengjubikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira