Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar 13. febrúar 2025 11:32 Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Akureyri Atvinnurekendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar