Sér samninginn endurtekið í hyllingum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 23:10 Verkföll eru framundan. Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar. Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira