FH vann sextán marka sigur á Fjölni, 38-22, í Olís deild karla í Grafarvoginum.
Brynjar Narfi Arndal, sonur þjálfarans Sigursteins Arndal, kom inn á völlinn í leiknum.
Brynjar Narfi er fæddur 30. júní árið 2010 og er því enn bara fjórtán ára gamall. Hann er mjög efnilegur leikmaður og nú búinn að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki þrátt fyrir mjög ungan aldur.
Brynjar tók eitt skot en náði ekki að skora. Hann var í þriðja sinn á skýrslu hjá FH í kvöld en kom inn á völlinn í fyrsta sinn.
Það eru ekki til upplýsingar um annað en að Brynjar sé með þessu orðinn yngsti leikmaðurinn í efstu deild karla í handbolta frá upphafi.
SÖGULEGT! - Brynjar Narfi Arndal (14) kemur inná gegn Fjölni og er þar með yngsti leikmaður til að spila í efstu deild í handbolta á Íslandi í sögunni. Undrabarn. #handbolti pic.twitter.com/6vWLN7pcWP
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) February 14, 2025