Árásin átti sér stað í bænum Villach sem staðsettur er í suðurhluta Austurríki. Árásarmaðurinn er 23 ára sýrlenskur hælisleitandi en lögregla hefur ekki gefið upp nafn hans.
Samkvæmt umfjöllun BBC var annar sýrlenskur maður vitni að árásinni þegar hann keyrði framhjá og keyrði viljandi á árásarmanninn. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi og sætir nú yfirheyrslu.
Árásarmaðurinn bjó í bænum og var að bíða eftir svari frá yfirvöldum vegna umsóknar hans um hæli.