„Erum ekkert að fara slaka á“ Stefán Marteinn skrifar 16. febrúar 2025 21:55 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum. Vísir/Diego Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97. „Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja. Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
„Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik