Lewandowski skaut Börsungum upp á topp 17. febrúar 2025 22:00 Robert Lewandowski skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Fran Santiago/Getty Images Barcelona tók toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri gegn Rayo Vallecano í 24. umferð. Robert Lewandowski skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Börsungar fengu vítaspyrnu dæmda á 26. mínútu þegar Ismaila Ciss braut klaufalega af sér þegar hann dekkaði Inigo Martinez í hornspyrnu. Lewandowski steig á punktinn og kláraði vítið af sinni alkunnu snilld, hikaði og sendi markmanninn af stað, skaut svo í hitt hornið. Raphinha og Lamine Yamal fögnuðu markinu mikið, þar sem þeir voru nýbúnir að klúðra dauðafærum. Sá síðarnefndi fékk svo annað frábært færi skömmu síðar en nýtti það ekki. Lamine Yamal fór illa með færin sem hann fékk. Ion Alcoba Beitia/Getty Images) Rayo Vallecano kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa vegna rangstöðu í aðdragandanum. Seinni hálfleikur var að mestu í eigu Börsunga, sem fóru þó illa með færin líkt og í fyrri hálfleik. Gestirnir sköpuðu sér lítið en fengu fínt færi til að jafna leikinn undir, en hittu ekki markið. Leiknum lauk því með 1-0 sigri Barcelona, sem situr nú í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Með 51 stig, jafn mikið og Real Madrid, en betri markatölu. Rayo Vallecano er í sjötta sæti með 35 stig. Spænski boltinn
Barcelona tók toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri gegn Rayo Vallecano í 24. umferð. Robert Lewandowski skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Börsungar fengu vítaspyrnu dæmda á 26. mínútu þegar Ismaila Ciss braut klaufalega af sér þegar hann dekkaði Inigo Martinez í hornspyrnu. Lewandowski steig á punktinn og kláraði vítið af sinni alkunnu snilld, hikaði og sendi markmanninn af stað, skaut svo í hitt hornið. Raphinha og Lamine Yamal fögnuðu markinu mikið, þar sem þeir voru nýbúnir að klúðra dauðafærum. Sá síðarnefndi fékk svo annað frábært færi skömmu síðar en nýtti það ekki. Lamine Yamal fór illa með færin sem hann fékk. Ion Alcoba Beitia/Getty Images) Rayo Vallecano kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa vegna rangstöðu í aðdragandanum. Seinni hálfleikur var að mestu í eigu Börsunga, sem fóru þó illa með færin líkt og í fyrri hálfleik. Gestirnir sköpuðu sér lítið en fengu fínt færi til að jafna leikinn undir, en hittu ekki markið. Leiknum lauk því með 1-0 sigri Barcelona, sem situr nú í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Með 51 stig, jafn mikið og Real Madrid, en betri markatölu. Rayo Vallecano er í sjötta sæti með 35 stig.