Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 21:00 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur samruna Íslandsbanka og Arion banka ekki koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða verði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði. Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði.
Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira