Handbolti

Ýmir sneri aftur í góðum sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ýmir tók ekki þátt í síðasta leik en sneri aftur í sigrinum í kvöld.
Ýmir tók ekki þátt í síðasta leik en sneri aftur í sigrinum í kvöld. Andreas Gora/picture alliance via Getty Images

Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason var með fullkomna skotnýtingu og skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen í 31-27 sigri gegn Eisenach í nítjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Ýmir var í byrjunarliðinu í kvöld eftir að hafa setið hjá í síðasta leik gegn Melsungen, fyrsta leiknum eftir HM.

Hann skoraði fjögur mörk, jafn mikið og Oskar Sunnefeldt. Ludvig Hallback varð markahæstur hjá Göppingen með sjö mörk.

Göppingen vann tvo leiki í röð fyrir áramót en hafði síðan tapað síðustu þremur fyrir þennan. Liðið situr nú í fjórtánda sæti deildarinnar með tólf stig, sjö stigum frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×