Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2025 22:32 Þegar við erum hvítvoðungar og erum að byrja að uppgötva heiminn þá reiðum við okkur ekki bara að hvað við sjáum, heldur líka á snertingu og bragðskyn. Er þetta mjúkt eða hart, sætt eða sterkt? Við lærum fljótt að stórir trékubbar eru ekki matur og eiga ekki heima í munni. Við byrjum ung að flokka og greina það sem er í umhverfi okkar. Áður en við lærum nokkurt orð erum við farin að gefa öllu í umhverfi okkar heiti og við vitum hvert er notagildi pela. Við lærum það fljótt að stundum þarf að hafna einum gæðum til að njóta annarra. Hin döpru vísindi Þegar við erum komin á miðjan aldur þá erum við orðin því vön að lifa og hrærast í heimi þar sem hugtök og kenningar stýra upplifunum okkar af samfélaginu. Við vitum að hagvöxtur er góður en hækkun á stýrivöxtum er verra. Við óttumst markaðsbresti jafnvel þótt við vitum ekki almennilega hvað hugtakið stendur fyrir. Í miðri iðnbyltingu á Englandi á 19.öld, varð til hugtak yfir þá hagfræði sem fjallaði um stjórnmála- og félagslegar afleiðingar hagstjórnar, sem útlagst á ensku "the Dismal science", eða hin döpru vísindi. Að hluta til kom þetta nafn til vegna þess að þeir sem voru að rannskaka og móta hagfræðikenningar um miðja 19.öldina, sýndist að lögmál markaðsins um framboð og eftirspurn væri ekki líklegt til að bæta hag hinna verst settu, frekar veikja stöðu þeirra. Með iðnvæðingu og auknum mannfjölda, yrði líka til vaxandi eymd. Þá varð líka til hugmyndin um fórnarkostnað, að öllum ákvörðunum fylgdi val á milli þess að velja um eitthvað eitt, sem yrði til þess að öðrum kostum þyrfti að hafna. Fórnarkostnaður listafólks Í síðasta pistli gerði ég starfslaunum myndlistarmanna skil. Þar tók ég fram í framhjáhlaupi að auðvitað væru starfslaun ekki eina tekjulynd myndlistafólks. Það hefði tekjur af sölu verka, sýningarhaldi, því að koma að sýningum t.d. sem sýningastjórar eða ritstjórar sýningaskráa. Auk þess sem margir hefði einhverjar tekjur af kennslu. Þetta á samt ekki við um alla. Stór hluti hefur bara tekjur af myndlistinni og stopulum stafslaunum. Samband íslenskra myndlistarmanna (og fleiri fagfélög listafólks) ætti við tækifæri að senda út spurningarlistakönnun á félagsfólk sitt og reyna að kortleggja kjör og kjaratengdmál en samkvæmt félagatali SÍM starfa 970 manns af öllum kynjum við myndlist á Íslandi. Það væri mjög fróðlegt að sjá hversu margir teldu sig lifa af myndlist og hversu margir hefðu litlar sem engar tekjur af myndlist? Það myndlistarfólk sem ég hef rætt kjaramál við síðustu vikur og mánuði eru á einu máli um að allt of litlum fjármunum sé veitt frá ríki og sveitarfélögum til beinnar myndlistarstarfsemi. Skortur á fjármunum í málflokknum leiði til þess að sífellt er verið að biðja listafólk um að gefa afslátt af vinnu sinni eða að bíða með að rukka fyrir hana þangað til styrkir hafi fengist. Fáist ekki styrkir þá fæst ekki greitt. Dæmi eru um að sumir sýningsalir treysta sér ekki að setja upp sýningar eftir virt listafólk nema að til komi einhver meðgjöf. Myndlistarsjóður gegnir því hlutverki að veita styrki til verkefna á sviði myndlistar og styrkir sjóðurinn undirbúning að sýningum, sýningarhald og útgáfu og rannóknarstarfsemi á sviði myndlistar. Þeir sem geta sótt um styrki í sjóðinn eru myndlistafólk, sýningarstjórar, listfræðingar og sjálfstætt starfandi fræðimenn á sviði myndlistar. Sjóðurinn úthlutar tvisvar á ári. Í úthlutun sl. haust í hlutu 60 verkefni, listamenn og söfn úthlutun. Á komandi vori eru til úthlutunar úr sjóðnum 38 milljónir. Þetta fé mun deilast á 50-70 aðila, einstaklinga, söfn og fræðimenn. Vasar sjóðsins eru ekki djúpir og þau sem sitja í úthlutunarnefnd eru ekki öfundsverð að velja úr þeim fjölmörgu frambærilegra umsókna sem berst sjóðnum árlega. 38 milljónir er ekki mikil upphæð til að undirbúa sýningar, koma þeim á laggir, auk þess að standa straum af útgáfu og rannsóknarstarfsemi. Í haustúthlutun Myndlistarsjóðs á síðasta ári, voru t.d. veittir níu styrkir til útgáfu, rannsókna og annað. Heildarupphæð þess var fimm milljónir. Rannsóknir á íslenskri myndlist fela m.a. í sér að skrásetja og varðveita myndlistarsögu þjóðarinnar og setja hana í samhengi við tíðaranda, tísku og umrót erlendis. Slík vinna verður ákaflega hægfara með aðeins tíu milljón króna framlagi til rannsókna og útgáfustarfsemi. Þegar starfslaun og verkefnastyrkir eru skoðaðir er nokkuð ljóst að ekki er hægt að reiða sig á styrki ef ætlunin er að starfa við myndlist á Íslandi. Þó nokkuð af myndlistarfólki sem ég hef rætt við sinnir stundakennslu á háskóla eða framhaldsskólastigi. Þeir sem starfa í því umhverfi sem íslensku myndlistarfólki er búið, þurfa því oft að íhuga fórnarkostnað þegar þeir taka ákvörðun um að koma að myndlistarverkefnum, kennslu eða sýningarstjórn. Spurningar eins og “fæ ég greitt, hvernær fæ ég greitt? Og hversu mikil vinna liggur að baki verkinu?” hljóta að vera tíðar og vega þungt. Listafólk eins og aðrir eiga fjölskyldur og hafa gert fjárhagslegar skuldbindingar eins og að greiða af húsnæði og greiða til baka námslán. Listafólk er einnig af allskonar aldri, kynjum og í allskonar fjölskyldumunstri þar sem skyldur og ábyrgð geta haft áhrif á svigrúm til listsköpunar. Stór hluti myndlistarfólks á Íslandi neyðist því sífellt til að flokka þá valmöguleika sem þeim bjóðast og taka einn kost fram yfir annan. Það væri fróðlegt (og nú vísa ég í ímyndaðan spurningarlista) að sjá svart á hvítu hversu margir af 970 meðlimum SÍM hefðu á einhverjum tímapunkti frestað barneignum, frestað íbúðakaupum, hjónabandi, unnið launalaust eða launalítið, búið við óviðeigandi skilyrði, frestað læknisheimsóknum eða tannviðgerðum o.s.frv. til að getað sinnt listsköpun sinni? Er myndlistarfólk okkar e.t.v í sporum hvítvoðungsins sem reynir aftur og aftur, að borða trékubbinn, því að annað er ekki í boði? Í næsta pistli mun ég fjalla um hönnuði og styrkja- og starfsumhverfi þeirra. Athugasemdir og umvandanir berist á [email protected] Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar við erum hvítvoðungar og erum að byrja að uppgötva heiminn þá reiðum við okkur ekki bara að hvað við sjáum, heldur líka á snertingu og bragðskyn. Er þetta mjúkt eða hart, sætt eða sterkt? Við lærum fljótt að stórir trékubbar eru ekki matur og eiga ekki heima í munni. Við byrjum ung að flokka og greina það sem er í umhverfi okkar. Áður en við lærum nokkurt orð erum við farin að gefa öllu í umhverfi okkar heiti og við vitum hvert er notagildi pela. Við lærum það fljótt að stundum þarf að hafna einum gæðum til að njóta annarra. Hin döpru vísindi Þegar við erum komin á miðjan aldur þá erum við orðin því vön að lifa og hrærast í heimi þar sem hugtök og kenningar stýra upplifunum okkar af samfélaginu. Við vitum að hagvöxtur er góður en hækkun á stýrivöxtum er verra. Við óttumst markaðsbresti jafnvel þótt við vitum ekki almennilega hvað hugtakið stendur fyrir. Í miðri iðnbyltingu á Englandi á 19.öld, varð til hugtak yfir þá hagfræði sem fjallaði um stjórnmála- og félagslegar afleiðingar hagstjórnar, sem útlagst á ensku "the Dismal science", eða hin döpru vísindi. Að hluta til kom þetta nafn til vegna þess að þeir sem voru að rannskaka og móta hagfræðikenningar um miðja 19.öldina, sýndist að lögmál markaðsins um framboð og eftirspurn væri ekki líklegt til að bæta hag hinna verst settu, frekar veikja stöðu þeirra. Með iðnvæðingu og auknum mannfjölda, yrði líka til vaxandi eymd. Þá varð líka til hugmyndin um fórnarkostnað, að öllum ákvörðunum fylgdi val á milli þess að velja um eitthvað eitt, sem yrði til þess að öðrum kostum þyrfti að hafna. Fórnarkostnaður listafólks Í síðasta pistli gerði ég starfslaunum myndlistarmanna skil. Þar tók ég fram í framhjáhlaupi að auðvitað væru starfslaun ekki eina tekjulynd myndlistafólks. Það hefði tekjur af sölu verka, sýningarhaldi, því að koma að sýningum t.d. sem sýningastjórar eða ritstjórar sýningaskráa. Auk þess sem margir hefði einhverjar tekjur af kennslu. Þetta á samt ekki við um alla. Stór hluti hefur bara tekjur af myndlistinni og stopulum stafslaunum. Samband íslenskra myndlistarmanna (og fleiri fagfélög listafólks) ætti við tækifæri að senda út spurningarlistakönnun á félagsfólk sitt og reyna að kortleggja kjör og kjaratengdmál en samkvæmt félagatali SÍM starfa 970 manns af öllum kynjum við myndlist á Íslandi. Það væri mjög fróðlegt að sjá hversu margir teldu sig lifa af myndlist og hversu margir hefðu litlar sem engar tekjur af myndlist? Það myndlistarfólk sem ég hef rætt kjaramál við síðustu vikur og mánuði eru á einu máli um að allt of litlum fjármunum sé veitt frá ríki og sveitarfélögum til beinnar myndlistarstarfsemi. Skortur á fjármunum í málflokknum leiði til þess að sífellt er verið að biðja listafólk um að gefa afslátt af vinnu sinni eða að bíða með að rukka fyrir hana þangað til styrkir hafi fengist. Fáist ekki styrkir þá fæst ekki greitt. Dæmi eru um að sumir sýningsalir treysta sér ekki að setja upp sýningar eftir virt listafólk nema að til komi einhver meðgjöf. Myndlistarsjóður gegnir því hlutverki að veita styrki til verkefna á sviði myndlistar og styrkir sjóðurinn undirbúning að sýningum, sýningarhald og útgáfu og rannóknarstarfsemi á sviði myndlistar. Þeir sem geta sótt um styrki í sjóðinn eru myndlistafólk, sýningarstjórar, listfræðingar og sjálfstætt starfandi fræðimenn á sviði myndlistar. Sjóðurinn úthlutar tvisvar á ári. Í úthlutun sl. haust í hlutu 60 verkefni, listamenn og söfn úthlutun. Á komandi vori eru til úthlutunar úr sjóðnum 38 milljónir. Þetta fé mun deilast á 50-70 aðila, einstaklinga, söfn og fræðimenn. Vasar sjóðsins eru ekki djúpir og þau sem sitja í úthlutunarnefnd eru ekki öfundsverð að velja úr þeim fjölmörgu frambærilegra umsókna sem berst sjóðnum árlega. 38 milljónir er ekki mikil upphæð til að undirbúa sýningar, koma þeim á laggir, auk þess að standa straum af útgáfu og rannsóknarstarfsemi. Í haustúthlutun Myndlistarsjóðs á síðasta ári, voru t.d. veittir níu styrkir til útgáfu, rannsókna og annað. Heildarupphæð þess var fimm milljónir. Rannsóknir á íslenskri myndlist fela m.a. í sér að skrásetja og varðveita myndlistarsögu þjóðarinnar og setja hana í samhengi við tíðaranda, tísku og umrót erlendis. Slík vinna verður ákaflega hægfara með aðeins tíu milljón króna framlagi til rannsókna og útgáfustarfsemi. Þegar starfslaun og verkefnastyrkir eru skoðaðir er nokkuð ljóst að ekki er hægt að reiða sig á styrki ef ætlunin er að starfa við myndlist á Íslandi. Þó nokkuð af myndlistarfólki sem ég hef rætt við sinnir stundakennslu á háskóla eða framhaldsskólastigi. Þeir sem starfa í því umhverfi sem íslensku myndlistarfólki er búið, þurfa því oft að íhuga fórnarkostnað þegar þeir taka ákvörðun um að koma að myndlistarverkefnum, kennslu eða sýningarstjórn. Spurningar eins og “fæ ég greitt, hvernær fæ ég greitt? Og hversu mikil vinna liggur að baki verkinu?” hljóta að vera tíðar og vega þungt. Listafólk eins og aðrir eiga fjölskyldur og hafa gert fjárhagslegar skuldbindingar eins og að greiða af húsnæði og greiða til baka námslán. Listafólk er einnig af allskonar aldri, kynjum og í allskonar fjölskyldumunstri þar sem skyldur og ábyrgð geta haft áhrif á svigrúm til listsköpunar. Stór hluti myndlistarfólks á Íslandi neyðist því sífellt til að flokka þá valmöguleika sem þeim bjóðast og taka einn kost fram yfir annan. Það væri fróðlegt (og nú vísa ég í ímyndaðan spurningarlista) að sjá svart á hvítu hversu margir af 970 meðlimum SÍM hefðu á einhverjum tímapunkti frestað barneignum, frestað íbúðakaupum, hjónabandi, unnið launalaust eða launalítið, búið við óviðeigandi skilyrði, frestað læknisheimsóknum eða tannviðgerðum o.s.frv. til að getað sinnt listsköpun sinni? Er myndlistarfólk okkar e.t.v í sporum hvítvoðungsins sem reynir aftur og aftur, að borða trékubbinn, því að annað er ekki í boði? Í næsta pistli mun ég fjalla um hönnuði og styrkja- og starfsumhverfi þeirra. Athugasemdir og umvandanir berist á [email protected] Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun