Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 07:00 Hinar finnsku Maria Falkenberg og Tuula Hyvarinen lentu í tveimur flugslysum sama daginn. Stöð 2 Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl. „Ekki aftur flugslys, ég trúi því ekki,“ segir hin finnska Tuula Hyvarinen í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Tveir læknar af Borgarspítalanum voru í þyrlunni. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Skerandi neyðar- og sársaukahróp á slysstað Tuula var nýlega komin um borð í björgunarþyrlu varnarliðsins sem var að sækja hana og Mariu, vinkonu hennar, og Frakkann, flugmann Cessnunnar, eftir að þau höfðu brotlent illa og slasast ofarlega á Mosfellsheiðinni. Þegar þyrlan var komin í um 500 feta hæð hrapaði hún til jarðar. Tveir íslenskir læknar af slysadeild Borgarspítalans, Magnús Guðmundsson og Ólafur Kjartansson höfðu komið með þyrlunni frá Reykjavík. Þeir lifðu báðir slysið af en slösuðust báðir. Ólafur Kjartansson er annar af læknunum tveimur sem komu með björgunarþyrlunni frá Reykjavík - og lentu síðan sjálfir í slysi.Stöð 2 Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Einnig er viðtal við Ragnar Axelsson ljósmyndara sem var hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Meðal þeirra sem gengu í björgunarstörf var Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem einnig lenti í lífshættu í flugferð þegar hann var að störfum sjö árum síðar.Stöð 2 Þegar björgunarsveitarmenn komu að þyrlunni heyrðust þaðan skerandi neyðar- og sársaukahróp. Ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug mætti þeim. 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Flugslysin tvö urðu með fjögurra klukkustunda millibili árið 1979.RAX Útkall Fréttir af flugi Mosfellsbær Bláskógabyggð Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Ekki aftur flugslys, ég trúi því ekki,“ segir hin finnska Tuula Hyvarinen í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Tveir læknar af Borgarspítalanum voru í þyrlunni. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Skerandi neyðar- og sársaukahróp á slysstað Tuula var nýlega komin um borð í björgunarþyrlu varnarliðsins sem var að sækja hana og Mariu, vinkonu hennar, og Frakkann, flugmann Cessnunnar, eftir að þau höfðu brotlent illa og slasast ofarlega á Mosfellsheiðinni. Þegar þyrlan var komin í um 500 feta hæð hrapaði hún til jarðar. Tveir íslenskir læknar af slysadeild Borgarspítalans, Magnús Guðmundsson og Ólafur Kjartansson höfðu komið með þyrlunni frá Reykjavík. Þeir lifðu báðir slysið af en slösuðust báðir. Ólafur Kjartansson er annar af læknunum tveimur sem komu með björgunarþyrlunni frá Reykjavík - og lentu síðan sjálfir í slysi.Stöð 2 Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Einnig er viðtal við Ragnar Axelsson ljósmyndara sem var hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Meðal þeirra sem gengu í björgunarstörf var Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem einnig lenti í lífshættu í flugferð þegar hann var að störfum sjö árum síðar.Stöð 2 Þegar björgunarsveitarmenn komu að þyrlunni heyrðust þaðan skerandi neyðar- og sársaukahróp. Ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug mætti þeim. 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Flugslysin tvö urðu með fjögurra klukkustunda millibili árið 1979.RAX
Útkall Fréttir af flugi Mosfellsbær Bláskógabyggð Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira