Ísland mætir Tyrklandi klukkan 19.30 á morgun í lokaleik sínum í undankeppni Eurobasket 2025.
KKÍ tilkynnti á miðlum sínum að það sé orðið uppselt á leikinn. Það voru bara þrjú hundruð miðar eftir í vikunni en þeir fóru fljótt.
Íslensku strákarnir geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu með sigri en fyrri leiknum lauk með eins stigs sigri Tyrkjanna.
Íslenska liðið gæti einnig farið á EM vinni Ítalir Ungverja á sama tíma en íslensku strákarnir ætla ekki að treysta á það heldur klára þetta sjálfir.