Fótbolti

Ísak tryggði jafn­tefli á síðustu stundu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar marki sínu fyrir Fortuna Düsseldorf í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar marki sínu fyrir Fortuna Düsseldorf í dag. Getty/Lars Baron

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði jöfnunarmarkið þegar Fortuna Düsseldorf gerði 1-1 jafntefli við Köln á útivelli í þýsku b-deildinni í dag.

Ísak Bergmann skoraði markið úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. Vítið var dæmt fyrir hendi á leikmann Köln.

Köln hafði komist yfir með marki Florian Kainz á 67. mínútu.

Ísak Bergmann og Valgeir Lunddal Friðriksson voru báðir í byrjunarliði Düsseldorf og voru tveir af bestu leikmönnum liðsins.

Ísak var þarna að skora sitt áttunda deildarmark á tímabilinu en hann hefur skorað sex mörk í síðustu níu leikjum sínum.

Eftir þetta jafntefli þá er Düsseldorf í fimmta sæti deildarinnar en Köln er þremur stigum ofar í öðru sætinu.

Tvö efstu liðin fara beint upp en liðið í þriðja sæti fer í umspil við þriðja neðsta liðið í A-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×