Innlent

Vill að Ríkis­endur­skoðun rann­saki styrkjamálið

Árni Sæberg skrifar
Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna.

Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga hafi ríkisendurskoðandi meðal annars það hlutverk að hafa eftirlit með að fjárheimildum ríkisins sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt og í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis. 

Lögin kveði á um að ríkisendurskoðandi ákveði sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögunum og það sé því undir embættinu komið hvort það verði við ósk ráðuneytisins.

Leiðrétta gögnin

Þá segir í tilkynningu að ráðuneytið hafi leiðrétt fréttatilkynningu sem birt var þann 7. febrúar síðastliðinn eftir að erindi barst frá Skattinum um að upplýsingar sem embættið lét ráðuneytinu í té hafi verið ónákvæmar þegar tilgreint var hvenær stjórnmálaflokkar hefðu skráð sig á stjórnmálasamtakaskrá.

Fram komi í erindinu að þær dagsetningar sem Skatturinn lét ráðuneytinu í té hafi verið mótttökudagsetningar skráningar. Hér má sjá töflu sem sýnir hvenær flokkar voru formlega teknir á stjórnmálasamtakaskrá.

Í fréttatilkynningunni sagði að ráðuneytið hefði brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2021. Ekki væru þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu.


Tengdar fréttir

Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki

Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×